Menntamál - 01.12.1967, Side 39
MENNTAMAL
227
MAGNÚS JÓNSSON skólastjóri:
Kennaranámskeið í Þrándheimi
Norrænt kennaranámskeið var haldið f Þrándheimi dag-
ana 24.-29. júlí 1967. Slik námskeið h?.a verið haldin ár-
lega síðastliðin 15 ár, en þetta er fyrsta sinn að íslendingar
gerast þátttakendur.
Tilgangur þessara námskeiða er að sjálfsögðu að kynna
kennurum nýjungar og viðhorf í kennslumálum almennt,
eins og þau eru á hverjum tíma. En höfuðtilgangurinn er
samnorræn fræðsla, þannig að kennarar fái senr gleggsta
hugmynd um, hvað er að gerast í hverju landinu fyrir sig.
Norræna kennaranámskeiðið í Þrándheimi hafði að eink-
unnarorðum Skólinn og menningararfurinn. Norsku kenn-
arasamtökin undirbjuggu það og buðu íslenzkum kennara-
samtökum að senda 10 fulltrúa, 6 íslendingar sóttu mótið,
en alls voru 170 þátttakendur.
Hvert þátttökuland verður að leggja til erindi og fræðslu,
og var þannig hagað, að hverju landi var tileinkaður einn
dagur. Hins vegar var framlag landanna það misjafnt að
vöxtum, að sum lögðu fram meira en eins dags starf, en
önnur minna. Fyrirlesarar frá Noregi voru 6, frá Svíþjóð 3,
lrá Danmörk 2 og 2 frá Finnlandi. Frá íslandi var einn.
Auk þess voru fulltrúar frá hverju þessara fimm landa,
senr fluttu yfirlit um fræðslukerfi og skólahald síns heima-
lands. Einnig fóru fram hringborðsumræður milli land-
anna finnn, um aga í skólum.
Vandað var til fyrirlesara. Voru það allt jrekktir menn á
sínu sviði, m. a. ráðherrar bæði frá Svíþjóð og Noregi.