Menntamál - 01.12.1967, Side 58
246
MENNTAMAL
hefur verið leitazt við að fullnægja þörfum beggja, sérkenn-
ara treglæsra barna og sérkennara tornæmra barna. jafn-
lramt er haft í hnga, að væntanlegir sérkennarar málhaltra,
heyrnardaufra, blindra og andfélagslegra barna gætu haft
not af kennslu í undirstöðunámsgreinum fyrir kennara af-
brigðilegra barna.
Til jress er ætlazt, að námið jafnist á við nám á fyrsta ári
í hliðstæðum greinum á Norðurlöndum, einkum Statens
spesiallærerskole í Oslo, og veiti jrað réttindi til starfa og
framhaldsnáms eftir jrví.
Kennsla mun fara fram í og með a) fyrirlestrum, b) rann-
sóknaræfingum, e) ritgerðum, d) kennsluæfingum og öðrum
verklegum æfingum, e) heimsóknum í stofnanir og síðast,
en ekki sízt, f) miklu sjálfstæðu bóklegu námi.
Námskeiðinu lýkur nreð prófi.
Væntanlegir þátttakendur skulu hafa kennt fulla kennslu
í 2 ár að minnsta kosti. Umsóknir um námsvist skulu hafa
borizt skólastjóra Kennaraskólans lyrir 1. maí n. k., og veitir
hann frekari upplýsingar.
Það er fræðslumálum þjóðarinnar mikill ávinningur og
góð tíðindi fyrir kennarastétt landsins, að framhaldsdeild
Kennaraskólans skuli nú hefja starf. Verkefnið, sem valið
er, er brýnt, og verði aðsókn góð, mun væntanlega ekki líða
á löngu unz gjörbreyting verður á kennsluskipan afbrigði-
legra barna, en einmitt Jretta mikilvæga svið skólamálanna
hefur orðið útundan í þeirri þróun, sem átt hefur sér stað
í skólakeríinu.
Með þessu ágæta menntatilboði hefur Kennarskólinn
brugðizt drengilega við áskorunum kennarasamtakanna og
ýmissa fræðsluyfirvalda. Nú er eftir þeirra hlutur. Áhuga og
vilja kennaranna þarf ekki að draga í efa, en jress er ekki að
dyljast, að námið er dýrt og efnahagur margra bágborinn,
ekki sízt ungra heimilisfeðra. Fyrir Jrví er nauðsynlegt, að
fræðsluyfirvöld ríkis og sveitarlelaga laki höndum saman