Menntamál


Menntamál - 01.12.1967, Síða 58

Menntamál - 01.12.1967, Síða 58
246 MENNTAMAL hefur verið leitazt við að fullnægja þörfum beggja, sérkenn- ara treglæsra barna og sérkennara tornæmra barna. jafn- lramt er haft í hnga, að væntanlegir sérkennarar málhaltra, heyrnardaufra, blindra og andfélagslegra barna gætu haft not af kennslu í undirstöðunámsgreinum fyrir kennara af- brigðilegra barna. Til jress er ætlazt, að námið jafnist á við nám á fyrsta ári í hliðstæðum greinum á Norðurlöndum, einkum Statens spesiallærerskole í Oslo, og veiti jrað réttindi til starfa og framhaldsnáms eftir jrví. Kennsla mun fara fram í og með a) fyrirlestrum, b) rann- sóknaræfingum, e) ritgerðum, d) kennsluæfingum og öðrum verklegum æfingum, e) heimsóknum í stofnanir og síðast, en ekki sízt, f) miklu sjálfstæðu bóklegu námi. Námskeiðinu lýkur nreð prófi. Væntanlegir þátttakendur skulu hafa kennt fulla kennslu í 2 ár að minnsta kosti. Umsóknir um námsvist skulu hafa borizt skólastjóra Kennaraskólans lyrir 1. maí n. k., og veitir hann frekari upplýsingar. Það er fræðslumálum þjóðarinnar mikill ávinningur og góð tíðindi fyrir kennarastétt landsins, að framhaldsdeild Kennaraskólans skuli nú hefja starf. Verkefnið, sem valið er, er brýnt, og verði aðsókn góð, mun væntanlega ekki líða á löngu unz gjörbreyting verður á kennsluskipan afbrigði- legra barna, en einmitt Jretta mikilvæga svið skólamálanna hefur orðið útundan í þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í skólakeríinu. Með þessu ágæta menntatilboði hefur Kennarskólinn brugðizt drengilega við áskorunum kennarasamtakanna og ýmissa fræðsluyfirvalda. Nú er eftir þeirra hlutur. Áhuga og vilja kennaranna þarf ekki að draga í efa, en jress er ekki að dyljast, að námið er dýrt og efnahagur margra bágborinn, ekki sízt ungra heimilisfeðra. Fyrir Jrví er nauðsynlegt, að fræðsluyfirvöld ríkis og sveitarlelaga laki höndum saman
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.