Menntamál - 01.12.1968, Síða 12
238
MENNTAMÁL
við að bregða upp heildarmynd af því, eins og það birtist
í löggjöf og framkvæmd, að svo rniklu leyti sem mér er
kunnugt.
Gildandi fræðslulög voru sett árið 1965. í markmiðsgrein
laganna ræðir um umfangsmikla almenna menntun, sem
miði að því að ala upp alhliða þroskaða og samræma sósíalska
manngerð, sem sé hæf til að leggja grundvöllinn að félags-
legu lífi, breyta náttúrunni sér í hag og lifa innihaldsríku,
hamingjusömu og mannsæmandi lífi. Þar segir ennfremur,
að hið samræmda sósíalska skólakerfi eigi að stuðla að því
að gera þegnana hæfa til að grundvalla liið sósíalska sam-
félag, ná valdi á tæknibyltingunni og vinna saman að þróun
hins lýðræðislega sósíalisma. Fræðslukerfið á að miðla nú-
tímalegri almennri menntun og vandaðri sérmenntun, og
innræta nemendunum jafnframt siðgæðisviðhorf sósíalism-
ans. Það á að gera þá liæfa til að inna af hendi þjóðnýt
störf, bæta stöðugt við sig þekkingu, lifa í samfélagi við aðra
og í samvinnu við aðra, marka stefnu og taka á sig ábyrgð,
lifa heilbrigðu lífi, nota tómstundirnar skynsamlega og iðka
íþróttir og listir.
Skólaskylda er í 10 ár, frá byrjun 7 ára aldurs til loka
16 ára aldurs, en annars skiptist skólakerfið í eftirtalin
7 stig:
a) forskólastofnanir,
b) almennan grunnskóla (j^. e. a. s. skyldunámsskólann),
c) verknáms- og menntaskóla,
d) tækni-og sérlræðiskóla,
e) háskóla,
f) framhaldsmenntastofnanir starfsmanna,
g) sérskóla fyrir afbrigðileg börn.
Forskólastofnanirnar eru þrenns konar:
I fyrsta lagi vöggustofur fyrir börn lrá Jrví Jrau eru viku-
gömul og til loka 3ja ára aldurs. Vöggustofurnar eru einkum
ætlaðar börnum mæðra, sent stunda atvinnu eða nám, og