Menntamál - 01.12.1968, Síða 25
MENNTAMÁL
251
starf með yngstu börnin. Nemendurnir öðlast að loknu námi
réttindi til kennslu móðurmáls og stærðfræði í 1.—3 bekk
grunnskólans. Ennfremur réttindi til kennslu einnar kjör-
greinar i 1—6 bekk, t. d. tónlistar, leikfimi, handavinnu
o. s. frv.
b) Menntun fagkennara er fólgin í 4ra—5 ára háskóla-
námi. Nemendur velja sér aðalfag og aukafag og eru 39
samsetningarmöguleikar fyrir hendi. Þeir stunda vísindalegt
nám í sérgreinunum, t. d. stærðfræði og eðlisfræði, en auk
þess heimspekilega og samfélagslega grunnmenntun ásarnt
uppeldis- og kennslufræði. Ennfremur umfangsmiklar
kennsluæfingar. Að loknu námi öðlast þeir réttindi til að
kenna jiessar 2 greinar í 4,—12. bekk, jr. e. a. s. allt til loka
mennaskóla.
Fyrstu tvö árin í starfi vinna hinir ungu kennarar undir
handleiðslu reyndra kennara, og er þetta tímabil skoðað sem
reynslutími.
Vel er séð fyrir framhalds- og viðhald'smenntun kennara,
bæði í formi frjálsra bréfaskóla og síðdegis- og kvöldnám-
skeiða, en auk þess verja þeir skólafríunum almennt til við-
halds- og framhaldsnáms, að undanteknu 24 daga sumar-
leyfi.
Kennsluskylda kennara, sem kenna í 1,—3 bekk er 28
stundir á viku, jreir sem kenna 4.-8. bekk hafa 26 stunda
kennsluskyldu og Jreir, sem kenna í 9.—12. bekk kenna 24
stundir á viku.
Til jafnaðar koma 18.5 nemendur á hvern kennara og
meðalnemendafjöldi í bekk er 26.7.
Góðir hlustendur, ég læt nú Jressari ófullkomnu lýsingu
á skólakerfinu í Jrýzka aljrýðulýðveldinu lokið og læt ykkur
eftir að bera það saman við okkar eigið kerfi og meta kosti
Jress og galla.
(Ath. Framanskráð erindi var upphaflega samið og ætlað
til flutnings í ríkisútvarpinu).