Menntamál - 01.12.1968, Page 27

Menntamál - 01.12.1968, Page 27
MENNTAMÁL 253 um lið var einfaldlega talinn og þá reiknuð út tíðni hvers svars senr hlutfallstala af heildarfjölda nemenda. Úrvinnslu annaðist að mestu leyti Guðný Helgadóttir kennaraskóla- nemi, í samráði við höfund greinarkorns þessa. Hér fara á eftir helztu niðurstöður könnunarinnar, að því er varðar þær spurningar, er beinast snertu liið breytta kennslufyrirkomu lag skólans. Spurningar: 1. Telur þú, að nreð nýju stundaskránni (kennslustund og lestíma á víxl) sé: a) betra að læra b) verra að læra c) álíka gott að læra? 2. Finnst þér, að með nýja kerfinu: a) nýtist tíminn verr en áður b) nýtist tíminn betur en áður c) nýtist tíminn álíka vel og áður? 3. Ertu í einhverjum tímum kl. 650—735 e.h.? já .... nei..... 4. Finnst þér, að það að sitja í kennslustund kl. 650—785 sé: a) ekkert óþægilegt b) óþægilegt? 5. Finnst þér, að með nýja kerfinu verði námið: a) leiðinlegra en áður b) skemmtilegra en áður c) álíka og áður? 6. Ef þú ferð í skóla næsta vetur og mættir velja þér stunda- skrá, hvort vildirðu heldur: a) gamla kerfið b) nýja kerfið? (Athugasemdir nemenda: .........)

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.