Menntamál - 01.12.1968, Síða 31

Menntamál - 01.12.1968, Síða 31
MENNTAMÁL 257 Dr. Bragi Jósepsson: Jónas Jónsson frá Hriflu og afskipti hans af skólamálum Dr. Iiragi Jósepssson. Nafnið Jónas Jónsson frá Hriflu er eitt af stóru nöfn- unum í sögu þjóðar vorrar. Hann var stórbortinn hugsjóna- maður, gæddur einstakri skipulagsgáfu og starfsvilja. Hann flutti mál sitt af hörku, einurð og hnitmiðun og var lítt gefinn fyrir „diplómatískar" vangaveltur. Hann var raun- sæismaður, sem hafði skapfestu til að skoða hvert við- fangsefni án þess að blindast af kreddu eða fordómum. Ræða hans var einföld og skýr og gaf h'tt tilefni til henti- stefnu. Framlag Jónasar Jónssonar frá Hriflu til íslenzkra fræðslumála skipar honum á bekk með dugmestu umbóta- mönnum þjóðarinnar á fyrri hluta þessarar aldar. A öðru starfsári Kennarskóla íslands, 1909, gerðist Jónas æfingakennari skólans, og gegndi hann því starfi þar til 1918. í grein, er Svava Þorleifsdóttir skrifaði um Kennara- skólann veturinn 1909—1910 og birtist í afmælisriti skól-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.