Menntamál - 01.12.1968, Síða 44

Menntamál - 01.12.1968, Síða 44
270 MENNTAMÁL vitnað í sömu heimild og hér að framan: „Hér er nú alvar- legur kennaraskortur, sem getur reynzt stórhættulegur. Um- sækjendur um kennarastöður í Reykjavík eru nú varla fleiri en stöðurnar, sem veita skal, og á gagnfræðastigi skort- ir þó mjög á, að allir umsækjendur fullnægi lágmarkskröf- um um menntun." Síðan þetta var skrifað hefur liðið annar áratugur stöðnunar og framtaksleysis. Framsýni Jónasar Jónssonar og fjöfmargra annara skóla- manna megnaði hér ekki að yfirstíga þá fordóma hefðar- innar, sem enn virðast ráða athöfnum forráðamanna Há- skóla ísiands. Þáttur Jónasar Jónssonar frá Hriflu og fram- lag hans til skólamála mun þó vissulega styrkja kennarastétt- ina og alþýðu landsins í baráttunni fyrir aukinni menntun. Það mun um ókomna framtíð verða talið eitt af aðals- merkjum þessa stórbrotna athafna- og hugsjónamanns, að hann hafði hæfileika til að skynja þróun og þarfir þjóð- félagsins, án fordóma og af raunsæi og framsýni.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.