Menntamál - 01.12.1968, Blaðsíða 47
MENNTAMÁL
273
í 6 daga eða frá 29. ágúst til 3. september. Þátttakendur
voru 59, 15 karlar og 44 konur.
Kristinn Gíslason, umsjónarkennari, sá um undirbúning
og stjórn námskeiðanna.
Kennslustundir voru 5 hvern dag nerna 3 á laugardögum.
Skiptust á erindi og æfingatímar, samanber eftirfarandi
töflu yfir kennara, kennsluefni og tímaskiptingu.
Námslieitf I Námskeið II
Tala Tala Tala Tala
kennslu- fyrirl. kennslu- fyrirl.
Nöfn kennara/fyrirlesara Námsgrein st St.
Agnete Bundgaard Kennslufræði 13 7
Björn Bjarnason Stærðfræði 5 9 2 4
Guðmundur Arnlaugsson — 3 8 2 5
Kristinn Gíslason Stærðfr./kennslufr. 3 4 2 2
Stærðfræði 9 5
Hildigunnur Haldórsd. — 9 5
Kristján Sigtryggsson — 7 4
Ragnhildur Bjarnadóttir - 1 1
Valdimar Valdimarsson — 9 5
Þórður Jörundsson - 8 4
Samtals 54 34 30 18
Þriðja stærðfræðinámskeiðið var svo haldið í heimavistar-
barnaskólanum að Laugalandi á Þelamörk í Eyjafirði, dag-
ana 5.—14. september. Valgarður Haraldsson, námstjóri,
hafði uinsjón með þessu námskeiði, en það var ætlað þeirn
kennurum, sem kenna byrjendum nýju stærðfræðina.
Það sóttu 25 kennarar, 16 karlar og 9 konur. Allir voru
þeir af Norðurlandi, nema tveir, sem voru frá Egilsstöðum
á Völlum og Bíldudal.
Kennarar voru:
Agnete Bundgaar og Kristinn Gíslason með kennslufræði.
Björn Bjarnason yfirkennari og Guðmundur Arnlaugs-
son rektor í stærðfræði.