Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Síða 4

Menntamál - 01.04.1972, Síða 4
Ár bókarinnar Hinn 9. nóvember 1970 lýsti 16. þing aSal- ráðstefnu UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, árið 1972 alþjóðlegt bókaár. Með þessu vildu hin 125 aðildarríki stofnunarinnar leitast við að beina almennri athygli að hlutverki bóka í samfélaginu. Eru víða um heim á döfinni ýmsar aðgerðir til að minnast ársins á verðugan hátt með aukinni upplýsingu um bækur og gildi þeirra, svo og efldri útgáfu og dreifingu bóka. Nú á tímum háþróaðrar fjölmiðlunartækni eru líkur til þess, að hlutverk bókarinnar í samfélaginu muni ekki minnka, heldur vaxa. Kemur þar ekki aðeins til sú staðreynd, að bókin er enn grundvallarþáttur í allri fjöl- miðlun, ekki sízt fjölmiðlun til náms og þekk- ingar. Hitt er e. t. v. enn veigameira, að í iðu stórvirkra fjölmiðla á borð við sjónvarp, út- varp og dagblöð tryggir bókin mannlegt frelsi betur en aðrir aðgengilegir fjölmiðlar. Menn ráða meira um það, hvaða bók þeir lesa en hvað þeir sjá í sjónvarpi, hvenær þeir lesa bók en hvenær þeir hlusta á útvarp. Sama má segja um lestrarhraða, endurtekinn lestur og fleira. Líklega hefur bókin aldrei verið eins nauðsynlegur förunautur mannsins og vinur og nú á tímum hraða, fljótfærni og óþreyju- fulls kapphlaups eftir velmegun og öðrum efnislegum lífsgæðum. Menntamál vilja minnast Alþjóðlega bóka- ársins með því að helga þetta hefti barna- og unglingabókum og -bókmenntum — einum þeim grundvallarþætti uppeldis, sem allt of lítið er skeytt. ♦--------- MENNTAMÁL 62 i

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.