Menntamál - 01.04.1972, Qupperneq 6
um um lestur barna á skyldunámsstiginu, íslenzka
bókaútgáfu fyrir þessa aldursflokka, og reyna að
l)enda á nokkra helztu annmarka á bókakostinum,
sem á boðstólum er fyrir börn á skyldunámsaldri.
Eins og við vitum, er skólabókasöfnum ætlað að
veita nemendum viðbótarfræðslu í þeim greinum,
sem kenndar eru í skólanum samkvæmt náms-
skrá; gefa þeim kost á fræðslu í greinum utan
námsskrár, sem nemendur kunna að hafa áhuga
á; kenna þeim sjálfstæð vinnubrögð við gagna-
söfnun og úrvinnslu og örva þá til lesturs í tóm-
stundum.
Til þess að skólabókasafn geti uppfyllt sínar
skyldur, þarf að sjálfsögðu mikinn, fjölbreyttan
og góðan bókakost. Þeir, sem bezt vita og hafa
kannað þessi mál til hlítar, staðhæfa, að til þess
að skólabókasafn geti þjónað tilgangi sínum, eigi
það að hafa minnst 6—10.000 bækur miðað við
skóla með 250 nemendur, en í stærri skólurn
skuli miðað við 20 bækur á nemanda (UNESCO
Standards for Library Service, Paris 1970).
Við þurfum ekki að velta dæminu lengi fyrir
okkur til þess að sjá, hvílíkt risaskref verður
að stíga til þess, að við komumst með tærnar
þangað sem þau lönd, sem lengst á veg eru kom-
in, eru með hælana.
Hvernig er háttað
lestri og bókanotkun barna
á skólaskyldualdri?
Áður en lengra er haldið, er rétt að líta á
lestur barna og áhrif bókarinnar á lesandann.
Bækur og bókalestur koma ekki í stað lífsreynslu
eða lífsins sjálfs, en þær geta auðgað lífið og
aukið fjölbreytni þess. Þegar tilveran er ánægju-
leg, getur bókin aukið skilning á mikilvægi vel-
gengmnnar. Þegar lífið er erfitt, getur bókin
veitt augnabliksfróun, þar sem menn gleyma
sjálfum sér og vanda sínum og fá þá hvíld og
hressingu, sem þeim er þörf, eða gefið þeim nýja
innsýn í vandamál sín.
Bækur hafa alla tíð verið uppspretta fróðleiks,
huggunar og ánægju fyrir þá, sem kunnað hafa
að nota sér þær. Þetta gildir jafnt um börn og
fullorðna, jafnvel í enn ríkara mæli lijá þeim
fyrrnefndu. Hver einasta bók, sem barnið les, er
nokkur uppeldisleg reynsla fyrir það, einkum
vegna þess live raunveruleikinn og skáldskapur-
inn eru í nánum tengslum í hugarheimi þess.
Ef við höfum þetta í huga, hlýtur okkur að verða
ljós sú mikla ábyrgð, sem hvílir á kennurum og
uppalendum og jafnvel útgefendum, að vanda
til þess lestrarefnis, sem barnið hefur aðgang að.
í hverju barni er meðfædd hneigð til að kanna
og uppgötva umhverfi sitt. Þessi lineigð virðist
vera unclirstaða námsins. Þegar barnið þroskast,
víkkar sjóndeildarhringurinn og umhverfið
stækkar. Vissar þarfir eru sameiginlegar börnum
á flestum aldurstigum. Það eru t. d. þörfin fyrir
öryggi, þörfin fyrir að vera með, — vera þátttak-
andi í umhverfi sínu, þörfin fyrir ást og um-
hyggju, þörfin fyrir að gera eitthvað athyglisvert
og hljóta viðurkenningu, þörfin fyrir þekkingu,
þörfin fyrir tilbreytingu og leik og þörfin fyrir
fagurfræðilega reynslu. Barnið er í stöðugri þörf
fyrir jafnvægi milli innri liamingju og öryggis
meðal félaga og annarra, sem það umgengst.
Bækur og lestur geta lijálpað því beint og óbeint
við að öðlast þetta jafnvægi.
Leikskólabarninu og fyrstu bekkjum barna-
skólans er skólinn meiri hvatning fyrir andlega
þróun en Iieimilið, sem það hefur dvalið í frá
upphafi. í skólanum fá börnin að nota alls konar
efni, liti og leikföng, tjá sig með teikningum,
og þar geta þau leikið sér saman og talað saman.
Börn á þessum aldri hafa ótrúlega fjölbreytt
áhugamál. Þau eru t. d. forvitin um allt, sem
viðvíkur farartækjum, bílum, skipum, flugvélum
og loftförum. Hver hefur ekki undrazt, þegar
6—8 ára snáðar þekkja urmul af bílategundum?
Þau hafa áhuga á því, sem lifir og vex, t. d. villt-
um dýrum og húsdýrum, fuglum, skordýrum,
blómum og trjám. Tilfinningalega séð eru þau
ennþá háð fjölskyldunni og hafa því mikið yndi
af frásögnum um fjölskyldulíf, hvort sem um
er að ræða músafjölskyldu eða mannabörn. Á
þessum alclri hafa þau einnig kynnzt umhverfi
sínu nokkuð og vilja lesa eða heyra um menn
MENNTAMÁL
64