Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Síða 8

Menntamál - 01.04.1972, Síða 8
argeta þeirra eykst, leiðir athugun þeirra á um- hverfi sínu af sér þörf á að lesa sér til um það, sem þau hafa heyrt og séð. Barnið lærir að safna saman hlutum og efni og raða því eða líma í bækur eða setja það upp og sýna öðrum, sér til mikillar ánægju. Á þessum aldri vex þörfin á að lesa sér til um hluti, sem barnið hefur sjálft kynnzt af eigin raun, og forvitni þess beinist að bókum og fjarlægara efni en nánasta umhverfi. Á öllum stigum skólans þarf bókasafnið að inni- halda bækur til uppsláttar, náms og skemmtunar, ef vel á að vera. Þegar bækur eru valdar til skólabókasafns, þarf þess vegna að taka tillit til þarfa allra aldurs- flokka, þroskastigs og getu livers aldurs. Fyrir nemendur í fyrstu bekkjum barnaskólans verður skólabókasafnið að liafa bækur, sem hvetja þá til þess að lesa sér til ánægju og hjálpa þeim við alla skólastarfsemina. Fyrir eldri börnin eiga skólabókasöfnin að þjóna sama tilgangi og fyrir yngri börnin og þar að auki lijálpa þeim við fróðleiksleitina. Umfram allt er það tilgangur bókasafnsins að hvetja nemendur til lestrar sér til fróðleiks og skemmtunar. Lestrarvenjur og áhugi á lestri mótast venjulega á bernsku- og æskuskeiði, og því er um að gera að hlúa sem bezt að þeim áhuga á þessum aldri. Hver er íslenzkur bókakostur fyrir börn á skólaskyldualdri? Segja verður liverja sögu eins og liún er, og hjá bókaþjóðinni miklu liefur barnabókaútgáfu verið furðulega lítill gaumur gefinn. Bókaútgef- endur kvarta yfir því, að barnabækur verði að vera almennt ódýrari en fullorðinsbækur og eng- inn muni kaupa barnabók á sex hundruð krónur, þótt hliðstæð bók gefin út fyrir fullorðna sé seld á því verði. Útkoman hefur því orðið sú, að þorri þeirra barnabóka, sem út koma á ári hverju, eru reyfarar þýddir á óþarflega lélegt mál, prentaðir á þykkan, óþjálan pappír, bundn- ir í lélegt band og lítið samræmi milli málfars, efnis og leturstærðar, — líklega allt til þess að út- MENNTAMÁL 66 gefendur sjái sér fært að halda verðinu nógu lágu. íslenzkir rithöfundar, sem skrifað hafa barna- bækur, hafa tæpast getað vænzt sama lieiðurs fyrir verk sín og þeir, sem skrifað liafa fyrir full- orðna, þótt bókmenntalega séð hafi verkin verið hliðstæð. Þeir, sem þó hafa haldið ótrauðir áfram skrifum sínum fyrir börn, eru meslmegnis kenn- arar. Það er ekki fjarri lagi að ætla, að milli 70— 80% af þeim, sem gefið hafa út bækur fyrir börn hér á landi, séu eða hafi verið kennarar. Hvernig er íslenzkum börnum séð fyrir lestrar- efni? Við þekkjum þann sið, sem virðist rótgró- inn hjá okkur, að gefa bækur í jólagjöf. Þessi siður hefur leitt til þess, að barnabókaútgáfa er öll miðuð við jólamarkaðinn, og nokkrum dögum fyrir jól hlaupa svo foreldrar og frændur til og kaupa einhverja álitlega bók, sem þeir stinga í jólapakka barnanna. Sjaldnast er innihald bók- arinnar kannað fyrirfram og því undir liælinn lagt, hvaða bók verður fyrir valinu. Einn útgef- andi benti mér á þá staðreynd, að fullorðið fólk er aðalkaupendur barnabókanna, og J)ví yrði að miða auglýsingarnar við þá fullorðnu en ekki lesendurna — börnin sjálf. Fræðslubækur fyrir börn hafa verið nær óþekkt fyrirbrigði á almenn- um markaði, enda hafa útgefendur lýst því yfir, að tilgangslaust væri að gefa út slíkar bækur, Jjví að foreldrarnir keyptu J^ær ekki. Víðast hvar erlendis, Jsar sem skólabókasöfn eða barnabókasöfn hafa tekið til starfa, liafa bókaverðir, kennarar og sérfræðingar í bókfræði samið bókaskrár, sem skólabókaverðir geta notað við uppbyggingu safna sinna og almenningur liagnýtt sér við val á gjafabókum fyrir börn. Er J)á búið að vega og meta bækurnar, kosti Jæirra og galla, og þar sem útgáfan er fjölbreytt, er af nógu að taka. Sem dæmi um slíkar skrár má nefna: Eleven to fifteen. A basic book list of non-fiction for secondary school libraries, London 1963; Best books for children, árbók gefna út í Bandaríkjunum, sem telur um 4.000 bækur og raðar J)eim upp eftir aldursflokkum og efni. Skolebiblioteket er samsvarandi skrá gefin út árlega fyrir danska bókaverði, og svo mætti lengi telja.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.