Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Side 10

Menntamál - 01.04.1972, Side 10
um barnabækur. Það hefur næstum leitt fólk til að halda, að barnabækur væru svo ómerkilegar, að ekki svaraði kostnaði að stinga niður penna og skrifa um þær. Við bókaval handa börnum hafa því íslenzkir bókaverðir heldur ekki þessa heimild til þess að styðjast við. Þá er ekki um annað að ræða en snúa sér að námsskránni og með hliðsjón af lestrargetu barna á hverju aklursstigi leita á markaðnum eftir itæfu efni til skólabókasafnsins. í núgildandi námsskrá sést, að í fyrstu þrem bekkjum barnaskólans eru kenndir 21—24 tímar, 10—11 fara í lestur, 4 í reikning, 3—4 í átthaga- fræði og 1 í tónmennt. Ef við ræðum fyrst kennslu í átthagafræðum, er í flestum skólum stuðzt við hugmyndaflug kennarans eða kennslubækur út- gefnar fyrir mörgum árum, sem oft gefa mynd af átthögum sveitabarnsins, lýsingu á hundum og kúm, en borgarbarnið liefur fáar lýsingar af sín- um heími. Vinnubókablöð liafa oft verið notuð, teiknuð og lituð af nemendunum sjálfum, en það er bæði erfitt og tímafrekt að skapa þannig raunhæfa mynd af því umhverfi, sem barnið hrærist í, fyrir utan tímasóunina, þegar margir kennarar eru kannske að reyna að útbúa eitt- hvert svipað efni hver í sínu horni. Tilfinnan- legur skortur er á handhægum smábókum um alla þætti þjóðlífsins, bækur, sem segðu t. d. frá starfi og stöðu sjómannsins, húsmóðurinnar, læknisins og bóndans, og gerðu grein fyrir því, hve störf hvers einasta manns eru ómissandi í Jjjóðfélaginu. Við höfum talað um áhugamál barna á þessum aldri. Öllum Jiessum áhugamálum má svala og gera skil í vel uppbyggðri átthagafræðikennslu, ef hentugar bækur og efni eru fyrir liendi. Börn á fyrstu stigum barnaskólans hafa einnig mikinn áhuga á söng og vísum. Hugmyndaflug Jaeirra er frjótt, og mætti virkja Jrað miklu betur en gert er, en skortur á handhægum bókum, bæði fyrir tónlistarkennsluna og sönginn, er þarna fjötur um fót. Á eldri stigunum er að miklu leyti sömu sögu að segja. Strax í 4. bekk er farið að kenna landa- fræði, sögu, náttúrufræði og kristin fræði, og þar er nær eingöngu stuðzt við kennslubókina. Á MENNTAMÁL 68 sviði landafræði eru helztu heimildarit á íslenzku Lönd og lýðir, sem Menningarsjóður gaf út, og Lönd og Jjjóðir, sem Almenna bókafélagið liefur gefið út, en er að mestu leyti uppselt. Þetta eru allt ágætisrit fyrir fullorðna, en börn á 10—12 ára aldri, hvað þá yngri, geta tæplega lesið Jiau sér til ánægju. Alfræðasafn A.B. er einnig mjög gagn- legt, en nokkuð strembin lesning fyrir börn. í íslandssögu hafa börn gaman af að fræðast um okkar gömlu hetjur og J)á ekki síður rnenn, sem skarað hafa fram úr á síðustu árum. Efni, sem við eigum til að svala forvitni ungra barna um menn eins og t. d. Snorra Sturluson, Skúla fógeta, Jón Sigurðsson eða Halldór Laxness, er af svo skornum skammti, að margan kennarann óar við Jtví að setja barni fyrir ritgerð um eitthvert atriði sögunnar, sem vinna á úr öðrum heimild- um en kennslubókinni. Tungumálakennsla færist neðar í bekki, og nú mun danska kennd í 11 ára bekk. Ekkert bólar Jjó ennjjá á handhægri mynda-orðabók, sem gæti orðið mikið fræðslu- og ánægjuefni fyrir börnin. Líka væri gaman að sjá slíka orðabók yfir íslenzkt mál fyrir yngstu lesendurna, og ein- falda orðabók, sem börn gætu notað til að fletta upp nýjum orðum, sem Jrau rekast á í textanum. / stuttu máli sagt: Til þess að þjóna þeim lilgangi skólabókasafnsins að veita nemendun- um viðbótarfrœðslu i skólagreinum sliortir okk- ur nccr allt efni. Ríkisútgáfa námsbóka hefur að vísu unnið mjög Jjarft verk á Jjessu sviði, en miklu betur má, ef duga skal. Handa yngstu lesendunum vantar hentugar smábækur fyrir átt- liagafræðikennsluna, sem verða að vera sniðnar að íslenzkum aðstæðum eða staðfærðar. Styðjast mætti við erlendar bækur við samningu slíkra rita. Fyrir eldri skólastigin vantar hentug rit í ýmsum greinum, svo sem fjölbreyttari landafræði- bækur, t. d. einfaldar bækur um nágrannalönd okkar, sem auðveldlega mætti Jjýða. Okkur vant- ar bækur um okkar eigið land og sögu, skrifaðar á litríku, einföldu og skýru máli, og fallega mynd- skreyttar. Við eigum sárafáar vísindabækur sér- staklega skrifaðar fyrir börn, engin uppsláttarrit eins og t. d. alfræðibók, sem svaraði Jiörf ungra lesenda, engar orðabækur, hvorki fyrir erlend

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.