Menntamál - 01.04.1972, Síða 11
mál né okkar eigin tungu, ekki einu sinni hand-
hæg uppsláttarrit um land okkar, þjóð og sögu,
sem við gætum fengið í hendur barni á fyrstu ár-
um skyldunámsins. Megnið af barnabókaútgáfu
okkar miðast við skemmtilestrarefni, æsingabæk-
tir, þar sem barnið gleymir sér um stund í óraun-
verulegu ævintýri. Þar eru gjarnan börn og hund-
ur, sem lenda í höndum glæpamanna og koma
þeim í hendur lögreglunnar fyrir frábæra og
yfirnáttúrulega snilli sína.
Tímarit fyrir börn og unglinga eru sárafá, en
þó verður að geta sérstaklega Æskunnar, sem um
langan aldur hefur gert börnum þessa lands
ómetanlegt gagn.
Hvað má gera til úrbóta?
Þetta hefur nú orðið löng raunatala, enda
varla von á öðru, þegar umræðuel'nið er einn
vanræktasti þáttur í fjölbreyttri menningarstarf-
semi, sem á sér stað hér á landi. En ekki dugir
að mála ástandið of dökkum litum, án þess að
einhverjar tillögur tii úrbóta fylgi. Ég varpa hér
fram nokkrum atriðum mönnum til íhugunar
°g í von um, að margar fleiri tillögur eigi eftir að
koma fram.
É Komid' verði á nejnd til pess að skrifa um-
sagnir um þecr barna- og unglingabœkur, sern
á markaðnum eru í dag, svo og þeer beekur,
sem koma á rnarkaðinn i framtiðinni. í þess-
ari nefnd sitji kennari, bókavörður, útgefandi
og rithöfundur. Aðalverkefni þessarar nefnd-
ar verði að velja og skrifa umsagnir um þær
bækur, sem myndað gætu stofninn í íslenzk-
um skólabókasöfnum. Niðurstöður þessarar
nefndar verði birtar í blöðum eða sem sjálf-
stætt rit til aðstoðar foreldrum, skólabóka-
vörðum og kennurum við bókaval lianda
börnum.
2. Nefndin velji erlendar beekur, sem beztar
þykja til þýðingar eða staðfeeringar. Trúlega
er þannig hægt smám saman að losa markað-
inn við það allra lélegasta af þýddu efni og
bæta úr því ófremdarástandi, sem ríkir í út-
gáfu barna- og unglingabóka hér á landi.
3. Kornið verði á almennu samstarfi milli sömu
stétta til að reeða útgáfuþörfina og finna,
hvernig heegt er að beeta úr þar, sem skórinn
kreppir mest. Skólabókasöfnin geta einmitt
stutt mjög að útgáfu góðra bóka með því að
vera sjálfsagður kaupandi alls þess bezta, sem
á boðstólum er.
4. Stofnaður verði sjóður til minningar um ein-
hverja af okkar beztu barnabókahöfundum,
eins og t. d. Sigurbjörn Sveinsson og Stefán
Jórisson, og varið fé úr þeirn sjóði til verð-
launa fyrir beztu islenzku barnabóltina, sem
út keemi á hverju ári. íslenzkir barnabóka-
höfundar hafa verið hornrekur allt of lengi,
og yrði slík viðurkenning þeim áreiðanlega
hvatning til frekari dáða.
Þegar amma hætti að vera á heimilinu og
segja börnunum sögur, varð eitthvað að koma í
staðinn. Foreldrarnir eru of önnum kafin til
þess að geta sinnt fróðleiks- og skemmtanaþörf
barna sinna. Sjónvarpið er ekki ætlað börnum
nema að litlu leyti, og sama er um útvarpsefni.
Bókin verður því að vera athvarf barnsins í um-
róti 20. aldarinnar, og þörfin fyrir þann trygga
vin, sem bókin er, hefur ef til vill aldrei verið
meiri en nú. Gagn og gaman og frásagnir af geim-
ferðum mannsins eiga heima lilið við hlið í bóka-
safni barnsins í dag. Barnið er að vísu áfram