Menntamál - 01.04.1972, Side 13
Menn gerðn sér snemma grein fyrir áhrifa-
mætti sagna á börn. Með því að segja barni sögn
mátti hafa áhrif á hegðan þess og siðferðisvitund.
Það er álitið, að hinar fornu dæmisögur hafi
mikið verið notaðar í þessum tilgangi, enda fluttu
þær venjulega einhvern siðaboðskap, sem ætlað
var að hafa áhrif á þann, sem hlustaði. I dæmi-
sögunum kemur fyrst fram hugmyndin um dýr
sem aðalpersónur. Þau eru látin tala mannamál
Litlum börnum flnnst yfirleitt ekkert athugavert við að dýr tali
hiannamál í sögum og hagi sér eins og menn. Þessi mynd er úr
bókinni „Björnefar kommer hjem“ eftir Else Holmelund Minarik.
Og jafnvel hugsa eins og menn. Þessi hugmynd
hefur haft sterk áhrif á seinni tíma barnabók-
nrenntir, ekki sízt smábarnabækurnar. Börn á
leikaldri (frá 11/^—7 ára) liafa frjótt ímyndunar-
afl og eiga auðvelt með að lifa sig inn í söguna.
Flestum þeirra finnst ekkert athugavert við, að
dýr tali mannamál í sögum og hegði sér jafnvel
eins og menn. Þeir, sem umgangast lítil börn að
staðaldri, kynnast því brátt, hve fíkin þau eru
í að hlusta á sögur. Áður fyrr var lítill greinar-
munur gerður á efni sagna fyrir lítil börn og
stór, en með vaxandi skilningi og þekkingu á
sálarlííi barna gerðu menn sér grein fyrir nauð-
syn jress, að sögurnar yrðu að hæfa aldri og þroska
barnsins.
Árið 1862 kom út í París lítil myndabók ætluð
yngstu börnunum eftir teiknarann Lorenz Froe-
lich, sem var Jrekktur fyrir teikningar sínar af
börnum. Þessi litla myndabók bar nafnið „Svona
líður dagurinn hjá Lísu litlu“, og var hún upp-
hafið að sérstakri gerð myndabóka, sem lýstu
einföldum hlutum og athöfnum úr daglegu lífi
barnsins. Myndirnar skýrðu sig að mestu leyti
sjálfar, en oft fylgdi með stuttur og einfalclur
texti. Þessi hugmynd, að láta börnin endurþekkja
hluti og athafnir úr daglega lífinu, er enn þann
dag í dag notuð, þegar byggja skal upp mynda-
bók fyrir yngstu börnin, 1—2 ára. Erlendis er mik-
ið gelið út af slíkum bókum. Þær beztu eru
jafnframt gerðar úr þykkum pappaspjöldum eða
öðru sterku efni, sem ekki er auðvelt að rífa í
sundur. Þó að þessar fyrstu bækur barnsins séu
textalausar, geta Jrær átt mikinn Jrátt í að örva
málþroska Jress. Sá, sem skoðar myndirnar með
barninu, talar við Jiað og örvar Jjað til Jtess að
tala. Hann spyr t. d.: Hvað er Jjetta? Barnið Jrekk-
ir ef til vill boltann sinn á myndinni og svarar
fagnandi: Bolti-bolti.
Smám saman bætist við einfaldur sögujnáður,
Jrar sem endurtekningar skipta oft rniklu máli.
Mörg börn á aldrinum 2y2—3 ára eiga auðvelt
með að læra slíkar sögur utanað. Þau gæta Jress
vel, að sá, sem les fyrir þau, sleppi engu úr eða
breyti orðalagi. Þau vilja heyra sömu söguna
aftur og aftur, og minni Jæirra þjálfast. Síðan
smálengist texlinn og sögupersónum fjölgar. Um
3—4 ára aldur þykir börnum ákaflega garnan að
hlusta á sögur af öðrum litlum börnum, sem eru
lík Jreim sjálfum. Eins eru Jrau mjög hrifin af
dýrasögum. Sögur og ævintýri, Jrar sem dýr eru
aðalpersónur, eru yfirleitt í miklu eftirlæti hjá
börnum allan leikaldurinn.
Eins og áður er sagt, eiga börn á Jressum aldri
auðvelt nteð að lifa sig inn í sögurnar. Þau gera
ekki skýran greinarmun á Jrví, hvað er raunveru-
legt og hvað er óraunverulegt. Þekking Jteirra á
raunveruleikanum er enn ekki orðin það mikil,
að þeim finnist nokkuð athugavert við J)að, að
hægt sé að leysa vandann með töfrabrögðum.
Þau trúa hálfvegis á galdranornir og álfkonur
ævintýranna og önnur skrýtin fyrirbrigði, sem
MENNTAMÁL
71