Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Qupperneq 14

Menntamál - 01.04.1972, Qupperneq 14
Elsa Beskow myndskreytti bækur sínar af mikilli nákvæmni. Allir sjá að það er notalegt í eldhúsinu hjá frænkunum þrem. Lítil börn una lengi við að skoða slíkar myndir. þar koma fyrir. Það er ekki fyrr en um 9—10 ára aldur, það er þegar „Robinsonaldurinn" hefst, að áhugi á ævintýrunum minnkar stórum vegna aukins raunsæis barnsins, sem krefst þess, að eitt- hvert vit sé í sögunni, eitthvað sem getur í raun og veru gerzt. En vegna þess að yngri börnin lifa sig inn í frásögnina og trúa henni liálfvegis, telja rnargir sálfræðingar, að gæta þurfi nokk- urrar varkárni, þegar valin eru ævintýri til lestrar fyrir þau, einkum ef þau eru viðkvæm, öryggis- laus eða taugaveikluð. Mörg dæmi eru til um, að slík börn hali fengið svefntruflanir og hræðslu- köst, sem mátti rekja til ógnvekjandi ævintýra- persóna. Þetta mættu einnig leikhúsmenn hafa í huga, er þeir setja slíkar persónur á svið. Áhrifin af því, sem lítil börn sjá, en skilja ekki, geta verið sterk. Á það má benda, að til er fjöldi góðra ævintýra, sem börn á leikaldri geta notið til fulls. í bókum fyrir yngri börnin skiptir myndskreyt- ing miklu máli. Segja má, að allt til 5 ára aldurs séu börn mjög háð myndum í bókum, enda hefðu þau ekki mikla ánægju af að skoða bækurnar sínar, ef engin væri myndin. í erlendum smá- barnabókum er yíirleitt mikil áherzla lögð á myndskreytingar, og kennir þar mikillar fjöl- breytni. Sænska listakonan Elsa Beskow (1874—1953) öðlaðist mikla frægð fyrir smábarnabækur sínar. Sögur hennar og ævintýri eru hugmyndaauðug, og andar frá þeim hlýju og góðleika. í töfraheimi skógarins eiga heima blómálfar, bláberjadrengir MENNTAMAL 72

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.