Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 15
og títuberjatelpur, sem lifa þar í sátt og sant- lyndi. Elsa Beskow sótti einnig hugmyndir í dag- legt lif. Hún lýsir því á hugnæman hátt í sög- unurn um frænkurnar þrjár, þá bláklæddu, þá brúnklæddu og þá grænklæddu. Bækur sínar myndskreytti Elsa Beskow af mikilli nákvæmni og listiengi. Myndirnar og sögurnar verða í bók- um hennar órjúfanleg heild. Engin af bókum hennar hefur verið gefin út á íslenzku, og er það skaði. Önnur tegund myndskreytinga í smábarna- bókum er eftirlíking af barnateikningum. Þann- ig eru t. d. myndirnar í bókinni um Stubb. Þar í bókínni um Stubb eru myndirnar nokkurs konar eftirlíking af barnateikningum, einfaldar og skýrar. eru myndirnar gerðar einfaldar og barnalegar. Bakgrunnur er yíirleitt ekki notaður. Mynd- skreyting margra nútíma smábarnabóka byggist á svonefndri auglýsingalist (plakatkunst). Mynd- 'rnar eru í sterkum litum, einfaldar að gerð og oft fullar kímni. Loks má nefna Jtær smábarnabækur, sem skreyttar eru ljósmyndum. Yfirleitt er aðalefni þeirra fræðsla. Til dæmis er Anna Riwkin- Bricks mjög Jrekkt fyrir ljósmyndabækur sínar, en Jrær fjafla flestar um lifnaðarhætti fólks í ýmsum löndum. Meðal Jteirra er sagan um Lappa- telpuna Elli-Kari, en hún lýsir lifnaðarháttum Lappa á skemmtilegan hátt. í bókinni „Sia bor pá Kilimanjaro" er lýst lifnaðarháttum svert- ihgjatelpunnar Síu og fólks liennar, sem býr við fjallið Kilimanjaro. Noriko-San á heirna í Japan og Marko í Júgóslavlu. Allar þessar bækur eru prýddar góðum ijósmyndum og tilvaldar til að víkka sjóndeildarhring barnanna. Efni þeirra vektir spurningar í hug Jieirra, Jrau langar til að vita meira. Margar fleiri bækur af Jtessari gerð mætti nefna, eins og t. d. bókina „B0rnene pá Kuglen“ eftir Danina Elemming Bergsö og Börge Björnböl. Þessi litla bók segir frá litlum börnum, hvítum, gulum, svörtum og brúnum. Sum eiga heima í borgum, sum í Jrorpum, sum í sveit og sum eiga hvergi heima. Það eru flóttabörnin. En alls stað- ar eru börnin börn með sömu Jjarfir og langanir, hvar sem þau eiga heima á jörðinni. Margar smábarnabækur hafa verið samdar með Jrað í huga að reyna að fyrirbyggja kynjjáttahatur. Og hvar ætti að byrja, ef ekki á smábörnum? Þeir, sem semja slíkar bækur fyrir lítil börn, vita, að barnshugurinn er móttækilegur og enn ekki hald- inn fordómum hinna fullorðnu. Sameinuðu Jjjóðirnar hafa stutt slíka viðleitni og jafnvel verðlaunað höfunda slíkra bóka. Víkjum nú að útgálu smábarnabóka hér á landi. Synd væri að segja, að hún sé fjölbreytt. Þó hefur lnin nokkuð aukizt að undanförnu, aðallega að Jjýddum bókurn. Fáir íslenzkir höf- undar liafa tekið sér fyrir hendur að gera sögur fyrir yngstu börnin, og er Jjað illt. Til dæmis vantar tilfinnanlega myndskreyttar sögur, sem gerast í íslenzku umhverfi. Þó skal getið nokkurra ágætra höfunda, sem gert hafa góðar smábarnabækur. Fyrst skal fræg- an telja listamanninn Guðmund 'l’horsteinsson, „Mugg“, sem samdi og myndskreytti ævintýrið um Dimmalimm lianda lítilli frænku sinni. Önn- ur lítil íslenzk börn hafa fengið að njóta Jjessa hugljúfa ævintýris líka í útgáfu Helgafells. Fyrir mörgurn árum gerði listakonan Nína Tryggva- MENNTAMÁL 73

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.