Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Síða 18

Menntamál - 01.04.1972, Síða 18
sem hægt var að hanga neðan við, og bezt að hugsa ekki um hann. Eftir miklar skýringar á þessu öllu var þó unnt að komast að einhverri niðurstöðu, en þá var gildi sögunnar að engu orðið og í rnesta lagi hægt að brosa aðeins við í greiðaskyni við kenn- arann, úr því að honum þótti svona gaman að þessu. Líti ég í eigin barm af fullri hreinskilni, sé ég ekki betur en ég sé eins og þessi börn. Ég á erfitt með að setja mér fyrir sjónir atburði, sem gerast í umhverfi, sem ég hef aldrei séð, þegar einmitt umhverfið og staðhættirnir eru aðalatriði atburðanna. Áreiðanlega mun fleirum svo fara. Það voru ekki aðeins orðin í sögunni, sem börnin skildu ekki, heldur er í henni að finna andblæ löngu liðinna þjóðlífshátta, sem börn nútímans kunna ekki skil á nema af afspurn, en afspurn er dálítið annað en reynsla. Að vísu voru orðin, sem börnin skildu ekki, fullmörg í sögunni, en orðin var miklu hægara að nema en staðhættina. Enginn er sá, kominn til vits og ára, að hann ekki viti, hvílíkar gerbreytingar hafa átt sér stað í þjóðlífi okkar og atvinnuháttum síðustu árin. Þó að ekki sé lengra litið til baka en um tíu ár, er allt næsta ólíkt orðið. Ef til vill er innsti kjarni mannlegs eðlis samt óbreyttur. Ég er svo íhalds- samur. að ég vona, að hann verði það sem lengst. Hitt er víst, að við breyttar þjóðfélagsaðstæður og breytta lifnaðarhætti getur bernska nútímans að litlu leyti aðeins verið lík þeirri, sem ólst upp á fyrri helmingi þessarar aldar og er nú liin ráðandi kynslóð. Liggur við, að kjánalegt sé að vera að taka þetta fram, svo sjálfsagt sem það er. En kjánalegt er það ekki, sé til þess litið, að þessu sjálfsagðasta af öllu sjálfsögðu erum við alltaf að gleyma. Sú gleymska okkar kemur fram marg- víslega, en ekki hvað sízt í kennslu okkar í barna- skólum og í barnabókaútgáfu. Ég nefni hér barna- skóla, því að þar þekki ég betur til en í fram- haldsskólum og í þeim má ætla, að gleymskan komi síður að sök. Þar eru nemendur þroskaðri. Að skilja börn Naumur skilningur á bernsku og æsku síns tíma er ekki nýtt fyrirbrigði. Hann hefur, ef ráða má af líkum, verið til með hverri kynslóð. Hann hefur þó allt tii þessa sprottið mest af ólíkum viðhorfum þeirra, sem eru að byrja líf sitt og finnst tíminn óendanlegur framundan, og hinna, sem lengra eru komnir áleiðis og komnir þar í kapphiaup við tímann. Breyttir þjóðlífshættir hafa lítið komið við þessa sögu, því að um margar aldir og fram á þessa öld stóðu þeir að miklu leyti í stað. Móðir, sem sagði barni sínu sögu byggða á eigin bernskuminningum, gat leitt það fyrirhafnarlítið til skilnings á söguefninu og persónum þar, vegna þess að barnið gat að mestu leyti samhæft það sinni eigin bernsku. Það, sem á milli bar, var ekki rneira en svo, að það gat gefið frásögninni ævintýrablæ. Barnið þekkti að langmestu leyti staðhættina, sem sagan gerðist í. Þetta er breytt. Gömul saga hefur glatað áhrifa- mætti sínum í vitund barnsins, vegna Jjess að heimurinn, sem sagan gerðist í, er því lokaður lieimur. Það þýðir ekki að tala um það, hvort Jressi Jjróun er æskileg eða ekki, Jjví að hún er eðlileg og óumflýjanleg. Sálfræðingar hafa lengi kennt okkur, að ekki beri að líta á sálarlíf barna sem smækkaðar mynd- ir fullorðinna. Við játum Jressa kenningu og spyrjum einskis meir. Þó að okkur virðist, að þetta megi segja um fleiri aldursskeið í saman- burði við önnur, þá játum við kenninguna og finnum, að hún er sönn. En þó að við játum kenninguna, erum við fá tilleiðanleg að fylgja lienni lengra en það, að við mætum sjálfum okkur. Við nemum staðar við okkar eigin bernsku og liöldum okkur Jrar. En Jrað er ekki aðeins, að bernska nútímans búi við aðra Jjjóðlífshætti en eldri kynslóð bjó við. Hún býr ekki lengur við sama uppeldi foreldra sinna. Enda þótt gera verði ráð fyrir, að foreldraástin sé alltaf söm við sig, J)á er hún það ekki, þegar á lieildina er litið. í stað liins óhóflega strangleika fyrri tíma er kom- ið næstum takmarkalaust frelsi. í stað þess að mörg börn höfðu lítils annars að njóta í föður- garði en umhyggju, ástúðar og fyrirbæna fátækra foreldra, njóta Jrau nú mörg peningalegs örlætis foreldia, sem fljótfengin sýndarauðæfi hafa gert að sjálfsdýrkendum. Ekki hvað sízt börnin verða goð á stalli þeirrar sjálfsdýrkunar. Við þykjumst vita um hin ólíku viðhorf bernsk- MENNTAMÁL 76

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.