Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Side 19

Menntamál - 01.04.1972, Side 19
unnar í dag og þeirrar bernsku, sem vaxin er úr grasi fyrir löngu, en vitneskja okkar er aðeins í orði kveðnu. Að svo sé, sannar margt, ekki hvað sízt dómar okkar um bernskuna með skírskotun til þess, sem var í okkar ungdæmi, og gleymska okkar á því að draga þar af réttar ályktanir. í skólast.arfsemi okkar bendir margt til lítils skiln- ings okkar í þessum efnum. Jafnvel í barnaskól- um finnast dæmi þess, að bækur, sem þar eru kenndar, hafi verið notaðar þar óbreyttar í hart- nær fjörutíu ár. í skólum er flestu haldið í sömu skorðum áratug eftir áratug utan það, að settur er einhver yfirkennari í liverja námsgreinina á fætur annarri. Yfirleitt eru við að burðast við allt of margar námsgreinar í barnaskólum og sennilega of marga yfirkennara einnig, en það er nú reyndar önnur saga. Um hið fyrra atriðið er langt mál að skrifa, en verður ekki gert hér. Ég, sem þetta skrifa, hef á undanförnum ár- um gert mér nokkurt far um að kynna mér þær bækur frumsamdar og þýddar, sem hér eru gefn- ar út og ætlaðar bernskunni til lestrar, eftir að hún liefur öðlazt lestrartækni. Segir sig sjálft, að ekki hef ég getað kynnt mér nema lítinn hluta þeirra, því að svo mikill hefur fjöldi þeirra verið sum árin. Til þess að rjúfa ekki grið á neinum persónulega verða hér engin dæmi nefnd, enda engin þörf á því. Margir þeir, sem bækur semja eða þýða fyrir börn á þessum aldri, gera það í þeim tilgangi einum að skemmta þeim. Það er að segja. ef verkið er unnið í þágu lesendanna, en ekki til að nota þá í eigin þágu. Sá tilgangur, að skemmta lesendunum, er góðra gjalda verður svo lengi, sem liann fer ekki út fyrir takmörk sín. Aðrir, en líklega færri, skrifa bækur eða þýða þær í þeim tilgangi að gefa bernskunni uppalandi bækur. Til þeirra bóka má telja þær, sem á einhvern hátt tengja skynjun barnanna þeirra eigin þjóð, liðnum þjóðlífsháttum, lífs- kjörum fólks, einkennum þess og tilfinningum, °g svo þær bækur, frumsamdar eða þýddar, sem homa eiga lesendunum í snertingu við góðan skáldskap. Meginhluti þessara bóka eru sögur, °g meginhluti sagnanna byggist að langmestu leyti á bernskuminningum höfundanna. Þó að ekki sé það beinlínis, verður það þeim mun meira óbeinlínis. Þar af leiðir svo, að þær sögur flestar gerast í heimi, sem ekki er lengur til hjá bernsku nútímans, heimi, sem henni finnst leið- inlegur, nema eitthvað sérstakt komi til. En þetta sérstaka kemur sjaldan til, því að um leið og liöfundarnir sækja efni til sinnar eigin bernsku, eru þeir komnir í þann heim, sem er þeim sjálf- um eftirminnilegur og skemmtilegur. Þeir virðast gleyma því, að þeir eru ekki að tala við þá bernsku, sem þeir áttu samleið með, þá bernsku, sem var þakklát hverri sögu vegna sögunnar sjálfrar og vegna þess, úr hve litlu var að velja um dægrastyttingu. Þeir eru að tala til þeirra, sem hafa úr öllu að velja í þessu efni og bóka- kost svo mikinn, að engin tök eru á að geta not- fært sér nema lítið brot af honum. Dæmi um þá gleymsku, sem þarna kemur fram, eru deginum ljósari í mörgum unglingasögum og eins í barna- tímum útvarpsins. Sé ekki um það efni að ræða, sem hefur skemmtunina eina að tilgangi, eru flestir höfundar undir þá sök seldir að dæma eftir sjálfum sér. Flestir eru þeir að meira eða minna leyti horfnir inn í fortíð sína og tíð afa síns og ömmu. Nú gæti þetta afturhvarf til fortíðarinnar haft sitt gildi, ef þeir, sem stjórna ferðinni, skildu samtíð sína. Atvik og atburðir, sem þeim þóttu sögulegt efni áður fyrr, getur vissulega orðið sögulegt enn á ný. Til þess að svo megi verða þarf skilning, kunnáttu og listræn vinnubrögð. Því miður gætir þeirra eiginleika hjá sárafáum, sem skrifa barna- og unglir.gasögur, enda eru engar kröfur gerðar um bókmenntalegt gildi þeirra. Samt er það hið eina, sem réttlætt getur að skrifa bækur alvarlegs eðlis fyrir börn og unglinga, að þar sé að finna góðan stíl, léttan frásagnarblæ og persónulýsingar svo ljóslifandi og mannlegar, að lesendum finnist þeir hitta þar fólk, sem þeir þekkja. Vegna þess að ég hef talsvert fengizt við að skrifa unglingasögur, get ég búizt við, að ein- hverjum þyki ég tala nokkuð digurbarkalega og líti hann svo til, að ég álíti mig geta hér frómt úr flokki talað. Mér þykir verra, ef hann lítur svo til. Sannleikurinn er sá, að vegna þess, hve oft ég hef miðað við sjálfan mig og hvað mér MENNTAMÁL 77

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.