Menntamál - 01.04.1972, Side 20
hefði þótt gaman að heyra áður fyrr, hefur víst
fáum mistekizt öllu oftar í þessu efni en einmitt
mér. Vegna þess að ég hef skrifað svona sögur,
veit ég, hvað ég er að segja. En vegna þess að ég
hef skrifað þær, veit ég einnig hitt, að hvaða
efni sem er er hægt að gera eftirsóknarvert og
ljóslifandi fyrir börnum og unglingum með ]>ví
að skilja þau sjálf og gefa efninu þann búning,
sem þeim hentar. Mistök mín hafa ævinlega staf-
að af gleymsku minni, ég hef orðið of þungur
í vöfum og haft sjálfan mig um of í huga.
Skemmtan og siðspilling
Um barna- og unglingasögur, sem ætlaðar eru
til skemmtilesturs aðeins, er nokkuð aðra sögu
að segja. Flestar eru þær þýddar og fjöldi þeirra
svo mikill og svo einhliða, að hann getur næsta
lítið erindi átt til ekki fleiri lesenda en hér eru.
Einnig þessar þýddu sögur eru sumar hverjar
orðnar langt á eftir tímanum. Þó ekki svo áber-
andi margar og þær, sem frumsamdar eru, enda
er efn: þessara sagna ekki eins tímabundið. Þær
eru og margar þannig saman settar, að líklegt má
þykja, að ungir lesendur sækist eftir að lesa þær,
því að hvað sem um annan tilgang þeirra er að
segja, er sá tilgangur þeirra öllu ofar og liggur
í augum uppi, að höfundar og útgefendur þeirra
græði á þeim peninga. Flestar þessara þýddu
skemmtisagna, sem ég hef lesið, þó ekki alveg
allar, eru alveg sérstaklega neikvæðar. Þær eru
ekki aðeins neikvæðar vegna flatneskju sinnar,
stílleysis og ólistrænnar framsetningar á allan
hátt, iieldur eru þær fyrst og fremst neikvæðar
varðandi siðrænan boðskap. Þær segja allt ósatt
um mannlega tilveru og snúast í sífellu um und-
antekningar, sem þær gera að aðalatriðum. Höf-
undar þeirra eru alltaf að leita að einhverju
sögulegu, óvenjulegu og spennandi. Sögur af þess-
ari gerð fylgja allar þeirri meginreglu, að sögu-
hetjur þeirra eru goðumbornar verur, sem eiga
í höggi við óvini, sem enga mannkosti eiga. Bar-
áttunni lýkur með því, að óvinirnir fá makleg
málagjöld, eru jafnvel drepnir vegna illsku þeirra
eða þá að þeir snúa frá villu síns vegar og verða
þá hinir sömu englar og söguhetjurnar. Þá hefur
sú saga farið vel, og fáir virðast þeir, sem ekki
þykir þetta góður kristindómur. En það er ekki
kristindómur, lieldur niðurrif hans. Margir játa
að vísu, að sögur af þessari gerð séu vitanlega
enginn skáldskapur og engin list, en lestur þeirra
sé ágæt dægrastytting, sem ekki geti verið skað-
vænleg á nokkurn hátt. Þeim sést yfir mikið.
Stundum er talað um siðspillandi bækur, en
sem betur fer eru þær líklega fáar svo siðspill-
andi, sem af er látið. En séu nokkrar bækur sið-
spillandi, eru það þær, sem liér um ræðir. Liggja
til þessa mörg rök, og skal þó aðeins á ein rökin
minnt. Það algjörða tillitsleysi, sem hetjunum
leyfist að sýna andstæðingum sínum, og sú full-
komnun, sem þeim er gefin, er voðalegur hugs-
unarháttur, svo að ekki sé meira sagt. Ungur les-
andi verður ævinlega sjálfur lietjan. Ofurmennska
hetjunnar f’ærist yfir á sjálfan hann, lrann hefur
í einu og öllu rétt fyrir sér. Hann einn er stór.
Sögur af þessari gerð eru fyrsta stigið í glæpa-
og morðsagnafargani nútímans, enda gerðar eftir
sömu íorskrift. Höfundar glæpa- og morðsagna
eiga þann tilgang lielztan að gera lítt þroskuðum
lesendum seið úr ímynduðum hryðjuverkum með
yfirþyrmandi dul. Þessir höfundar ættu fremur
að vera geymdir bak við lás og slá en margir þeir,
sem fangahúsin geyma og orðið liafa þeim fyrr-
nefndu næsta auðvekl fórnardýr. Höfundar
barna- og unglingareyfara fara miklu hægar í
sakir, en eðlið er hið sama. Margir jaðra þeir
við glæpafrásagnir. Þarf ekki á annað að minna
en það, hve sólgnir þeir eru í að láta söguhetjur
sínar, sem stundum eru börn, lenda í livað mest-
um ævintýrum við að koma upp unr þjófa og
afbrotamenn.
Ef einhver les þessar hugleiðingar mínar, kann
svo að fara, að honum komi i hug: Séu þær sög-
ur siðspillandi, sem hér hefur verið vikið að,
livað þá um æfintýrin okkar öll? Það getur legið
milli hluta, að æfintýri eru auðvitað misjöfn að
gæðum og gildi. Hitt liggur í augum uppi, að
þau eiga ekkert sameiginlegt með þeim sögum,
sem ég er að tala um. Sögurnar þykjast byggja á
raunveruleika, en afskræma hann. Sögurnar láta
líta svo út, sem þær segi frá sönnum viðburðum,
en skrökva í hvívetna. Æfintýrið skrökvar engu.
Æfintýrið segir alltaf satt á sinn sérstaka hátt.
MENNTAMÁL
78