Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Page 21

Menntamál - 01.04.1972, Page 21
Gilitrult dettur dauð niður, og það á hún líka að gera. Hún er tröll, en ekki maður. Úlfurinn í sögunni af Rauðhettu á vissulega skilið að fá vömb sína fyllta af grjóti, og stjúpa Mjalllivítar má gjarnan dansa sig dauða í glóandi skóm. Jafnvel karlinn, sem verkaskipti hafði við kerl- ingu sína, getur mín vegna dottið niður í pott með sjóðandi graut og brennt sig. Hér er engu verið að skrökva. Allt er þetta einhvern veginn notalega satt. Það er að segja, það má ekki sann- ara vera. Hitt hef ég fólk, sem að vísu fordæmir reyfara- lestur, en heldur því fram, að lestur íslendinga- sagna sé unglingum litlu liollari. Bendir í því sambandi á manndrápin. Þessi skoðun er sönnun þess, hve utangátta fólk er, þegar það fer að tala um þessi mál. Öllu heldur þó er hún sönnun þess, live langt er frá, að nokkuð sé um þessi efni hugsað, aðeins einhverju slegið fram, ef þau ber á góma. Munurinn á íslendingasögum og nú- tímareyfurum er ekki aðeins mikill, heldur algjör. Jafnvel börn skilja strax, að sögurnar gerast á þeim tíma, þegar vopnaburður einstaklinga þótti sjálfsagður og mannvfg þar af leiðandi eðlileg. En þó að þau skilji þetta ekki, er annað eftir, undantekningarlaust setja íslendingasögur dreng- skapinn öllu ofar. Þær fara ekki í launkofa með neitt. Söguþráðurinn er ekki undinn og teygður um launstigu til að skapa spenning. Yfir frásögn- mni allri er frá hendi höfunda slík andleg heið- ríkja, sem vart er finnanleg í neinum sögum oðrum. Rúmsins vegna er ekki hægt að fara um þetta fleiri orðum hér, og væri þó fróðlegt að gera samanburð á vinnubrögðum og aðferðum Ejá höfundum íslendingasagna og höfundum nú- timareyfara. Reyndar á þess ekki að þurfa, því ttð hverjum meðalgreindum manni verður þetta ljóst, um leið og hann nennir að gera sér þess grein. ð a rn nbókme n n lir, grein uppeldis, sern ekkert er skeytt Ég skrifa þetta, ef verða mætti til þcss, að ein- hver læsi það og færi að hugleiða þá grein upp- eElis, sem ekkert er skeytt. Sú grein er barnabók- menntirnar. Eins og nú horfir við, eru bækur þeirra barna, sem komin eru yfir tíu ára aldur, með tveimur stórum annmörkum. Annars vegar eru þær skrifaðar af ýmsu góðu fólki og í lofs- verðum tilgangi, en ná ekki athygli lesendanna. Er þar ýmist um að kenna skilningsleysi á bernsk- unni, eins og hún er í dag, eða því, að höfund- arnir kunna lítið til ritstarfa. Sumir virðast þeir gæddir ómótstæðilegri frásagnarþrá og ráðast síðan þar á garðinn, sem þeim sýnist hann lægst- ur. Hins vegar eru svo þessar bækur, og líklega að miklum meirihluta, reyfarar af allra lélegustu gerð. Reyndar er í þeim fáum daðrað mjög við stórglæpi nema undir rós, en þær eru undirbygg- ing þeirra sagna, leiða lesendur sína í átt til þeirra og úr vegi fyrir öllum góðiun skáldskap. Enda þótt við íslendingar eigum sennilega enga sér- stöðu í þessu efni og hin sama þróun sé komin á lijá öðrum þjóðum og ef til vill í enn ríkari mæli, þá ættum við að gefa þessu meiri gaunr en við gerum. Við og allar aðrar þjóðir mættum Inigleiða það, að til sagna, sem bernskunni eru ætlaðar, á ekki að gera minni kröfur um listræna framsetningu og skáldlegan búning en til þeirra sagna, sem þroskaðir lesa, jafnvel miklu meiri kröfur. Svo sjálfsagt er þetta, að gegn því eru engin rök til, hversu vandlega sem þeirra væri leitað. Fengist fólk til að skilja þetta í stað þess að sýna því tómlæti, myndum við fljótt eignast Jaað, sem kalla mætti barnabókmenntir. Væri farið að gera listrænar kröfur í Jressu efni, yrðu margir til að verða við þeim kröfum. Það er skeytingarleysið eitt, sem veldur Jiví, hve fáir vita, að barnabókmenntir eru sennilega flestum bókmenntum æðri. Höfundum, sem þeim bók- menntum vilja sinna, er í ýmsu miklu meiri vandi á höndum en öðrum höfundum. Þeim er ekki nóg að eiga góðan stíl, næma skáldgáfu og ríkt ímyndunarafl, heldur verða J)eir einnig að hafa kunnáttu til að ná athygli lesenda sinna. Þar að auki skrifa Jreir fyrir fólk, sem er i mótun, og boðskapur sagna þeirra, ef hann einhver er, verður að vera í samræmi við Jiær siðgæðishug- myndir, sem ríkjandi eru. Ekki hvað sízt skykli sá boðskapur vera hinn sami og í orðum postul- ans, að kærleikurinn sé mestur alls. MENNTAMAL 79

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.