Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 22
♦------------------------—♦ Baldur Ragnarsson: Börn, bækur og veruleiki ♦----------------;----------------♦ MENNTAMÁL 80 í velmegunarþjóðfélögum 20. aldar hefur þró- azt viðhorf til barna og unglinga, sem lítt spurð- ist fyrr á tímum og er enn jafnvel óheyrt í fátæk- um samfélögum. Þetta viðhorf einkennist af áhuga og umhyggju fyrir börnum sem sérstökum hópi innan samfélagsins með eigin löngunum og þörfum. Litið er á bernsku sem sérstakt hugtak og fjallað um það fræðilega; uppeldi er orðið að vísindagrein. Áður fyrr voru engin eiginleg skil viðurkennd milli barna og fullorðinna; börn klæddust sem fullorðnir, unnu með fullorðnum, voru sakhæf sem fullorðnir; almennt talað var sérstaða þeirra engin. Miðaldakirkjan leit svo á, að um sjö ára aldur hefðu börn hlotið nægilegt vit til þess að vera ábyrg gerða sinna, ekki aðeins gagnvart mönnum, heldur og gagnvart Guði; með verkum sínum eða vanrækslu gátu þau ekki síður en fullorðnir unnið til refsingar í vítiseldi. Jafnvel á 19. öldinni, öld mennta og örra fram- fara á flestum sviðum, tíðkaðist enn að gera engan verulegan greinarmun á börnum og full- orðnum; uppeldisfrömuðir þeirrar aldar tóku í arf kenningar skynsemishyggjumanna upplýsing- artímans og litu gjarnan á börn sem smækkaðar eftirmyndir fullorðinna; börn skyldi móta sem fyrst í líkingu þeirra og mest áherzla lögð á vits- munalífið. Hér á íslandi mun þessa viðhorfs þó lítt hafa gætt sakir fátæktar jrjóðarinnar; aftur á móti var stöðugt litið svo á, að börn yrðu að vinna fyrir mat sínum. Nú á dögum munu fáir meta börn sem slíkar smámyndir fullorðinna. Aftur á móti telja þeim mun fleiri, að börn séu í eðli línu svo ólík full- orðnu fólki, að þeim megi með réttu skipa í sérstakan hóp innan samfélagsins. í vestrænum menningarsamfélögum eru börn sjaldan talin ábyrg misgerða sinna; lagalega og stjórnmálalega mega þau sín einskis. Börnum er ætlað að leika sér, njóta æsku sinnar og búa sig undir lifið. Þeim er gert að ganga í skóla og skólanum að ganga þeim í foreldra stað að verulegu leyti um alllangt skeið; hlutverk skólanna er í rauninni mjög fólgið í gæzlu og umönnun æskufólks. Al- mennt talað er börnum og ungmennum á Vestur- löndum ekki ætluð önnur vinna en nám (hér höfum við íslendingar þó enn nokkra sérstöðu).

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.