Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Page 28

Menntamál - 01.04.1972, Page 28
gistingar, sem hann fær með eftirtölum. Kerling segir engan mat vera til í kotinu. Flakkarinn biður hana þá að ljá sér pott, fyllir hann vatni, setur yfir elcl, tekur nagla upp úr vasa sínum, lætur hann í pottinn og segist ætla að ekla af naglanum lierramannsmat, svo nefnda naglasúpu. Ginnir síðan kerlingu smám saman til þess að láta sig fá allt, sem þarf til góðrar súpu, grjón, mjólk, kjöt o. fl. Verður kerling alveg dolfallin yfir því, að hægt sé að sjóða svona góða súpu af einurn nagla. Flakkarinn segir, að kóngur og drottning séu vön að borða brauð, smjör, svíns- læri og aðrar kræsingar með þvílíkri súpu, og lætur kerling allt þetta í té. Sitja þau svo í dýr- legum fagnaði allt kvöldið. Flakkarinn fær bezta rúm, og morguninn eftir gefur hann kerlingu naglann, en hún honum silfurkrónu. Kveðst hún eiga í vændum góða daga í ellinni, þar sem hún kunni nú að elda naglasúpu. Bæði eru harð- ánægð. Bragðvísi og hugkvæmni flakkarans og ein- feldni og trúgirni þessarar ógestrisnu konu skemmtir 10—11 ára börnum ákaflega vel. Kerl- ing fær makleg málagjöld, en þó í öllu hófi, en flakkarinn dettur í lukkupottinn. Neikvæðu at- kvæðin, sem sagan fær, stafa sennilega af því, að sumum börnum finnst trúgirni kerlingar ganga úr hófi og/eða vegna þess, að ljótt hafi verið af flakkaranum að færa sér svona purkunarlaust í nyt einfeldni hennar, þótt ekki verði talið, að hann léki Iiana grátt. Orðtækið ,,að elda naglasúpu" hefur unnið sér þegnrétt í íslenzku máli og er haft um þann, sem vill gera stórframkvæmdir, en þó engu til })eirra kosta. Þessi saga er einnig langvinsælust í heftinu meðal 11 ára drengja og stúlkna. Hún er sá kafli, sem langflest atkvæði fær í lesefni 10—12 ára barna, 210 jákvæð atkvæði og einungis 38 neikvæð. í sama hefti er sagan Lyklarnir eftir Sigurbjörn Sveinsson, ein bezta barnasaga hans. Hún er nr. 2 í vinsældaröð með drengjum, sem lesa þetta hefti, en nr. 3 með stúlkum. Hún er um 5 bls. méð einni mynd, næstaftasta sagan í heftinu. 30 drengir eða 34.9% þeirra töldu liana í röð þriggja beztu kaflanna í því. 4 drengir greiða henni neikvætt atkvæði. 42 stúlkur eða 38.2% þeirra telja hana í röð þriggja beztu kaflanna í því. 6 stúlkur telja hana leiðinlega. Efni sögunnar er á þessa leið: Ungur maður, Eyvindur, leggur blásnauður út í heiminn með aleigu sína, tvær heljarstórar lyklakippur. Hann ber kvöld eitt að garði auðugs bónda, Jóns, sem þóttist kenna á honum kotungsbrag, tók honum fálega og veitti honum illan beina. Undir hátta- tíma bregður Eyvindur Jóni ríka á eintal og bað hann að geyma lykfakippurnar fyrir sig um nótt- ina. Kemur nú annað hljóð í strokkinn hjá Jóni, því að hann ræður af lyklakippunum miklu, að Eyvindur sé flugríkur. ílendist Eyvindur hjá Jóni ríka, fær einkadóttur hans og reynist hinn mesti búforkur og gróðamaður. Jón er hinn ánægðasti með tengdasoninn, en furðar sig mjög á því, að hann skuli aldrei minnast á lyklana. Líða svo mörg ár, og imprar þá karl eitt sinn á því, að mál væri komið fyrir Eyvind að vitja eigna sinna og réttir honum lyklakippurnar. „Þetta var nú aleiga mín, þegar ég kom til þín,“ segir Eyvindur. Varð Jóni ríka svo mikið um þetta, að hann hneig út af örendur. Þessi saga fær næstflest atkvæði af öllum köfl- um í lesheftum 10—12 ára barna, 119 jákvæð atkvæði, en aðeins 17 neikvæð. Hún er mjög vin- sæl meðal 11 ára nemenda, er önnur í vinsælda- röð 1 I ára drengja, sem lesa heftið, sem hún er í, og einnig er hún mjög vinsæl meðal 11 ára stúlkna. Bæði drengjum og stúlkum finnst Ey- vindur sniðugur gæfumaður, hann kvænist auð- ugri heimasætu, þau eru hamingjusöm, Jón ríki er mjög ánægður með gjaforð dóttur sinnar, unz hann kemst að hinu sanna og gefur hann þá hægt og hljóðalaust upp öndina. Hin tiltölulega fáu neikvæðu atkvæði, sem sagan fær, stafa sennilega af því, að þcssi börn eru ekki fyllilega ánægð með siðalærdóm sögunnar: Eyvindur villir á sér lieim- ildir með því að gefa bóndanum, nízkum og ein- földum, í skyn, að hann sé mikils háttar maður og auðugur, og minnir þetta á hina kunnu þjóð- sögu: Skyldu bátar mínir róa í dag? Þótt frá- sögninni sé í hóf stillt og sagan fari eiginlega eins vel og liún getur farið, eftir því sem til var MENNTAMÁL 86

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.