Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 32
umtalsefni, vil ég segja þetta: Tölur og mengi
eiga auðvitað fullan rétt á sér í íslenzku skóla-
kerfi, en frá mínum bæjardyrum séð í öðru formi
en nú er. Semja þarf nýjar kennslubækur í stærð-
fræði, þar sem nýrri og eldri aðferðir eru tengd-
ar saman á einfaklan hátt. Þessar bækur þurfa að
vera þannig úr garði gerðar, að seinfærir nem-
endur séu ekki verr að sér í almennum reikningi
en jafnaldrar þeirra voru meðan eldra keríið
var alls ráðandi. Til þess að svo ntegi verða,
þarf nemandinn að kunna nokkuð í almennum
reikningi, þeim reikningi, sem nota j>arf í dag-
legu lífi.
Tölur og mengi fyrri tíma
Tölfræði í einhverri mynd er sjálfsagt jafn-
gömul sögu hins vitiborna manns. Maðurinn
lærði snemma að telja á fingrum sér, og enn er
þessi aðferð notuð, þegar um fáar einingar er
að ræða. Saga stærðfræðinnar verður vitanlega
ekki rakin hér, en mig langar að fara hér nokkrum
orðum um prentaðar íslenzkar reikningsbækur
fyrri tíma.
Á 16. og 17. öld eru mér ekki kunnar neinar
prentaðar bækur um tölfræði með íslenzku máli.
Á 18. öld eru í þessari fræðigrein prentaðar að
minnsta kosti fjórar bækur handa íslendingum
með íslenzkum texta. Sameiginlegt öllum þess-
um bókum er, að stærðfræðiheiti eru öll á latínu,
en allt annað efni með íslenzku máli þess tíma.
Elzta bókin er Lijted Agrip Vmm pœr Fioorar
Species I Reiknings Konstenne .. . Flanda Bcend-
um og Bjrnum ... Epter E. Hatton, prentuð á
Hólum 1746. Þetta er smákver (14 síður), aðeins
einskonar tölur, engar töflur nema Tabula Py-
thagorica (j). e. margföldunartaflan). Árið 1780
er prentuð í Kaupmannahöfn reikningsbók eftir
Olaf Olavius. Bókin heitir Greinileg Vegleidsla
til Talnalistarinnar med fiórum hpfudgreinum
hennar og priggja lida Reglu. Hér er um stóra
bók að ræða, 400 bls., og segir höfundur, að
bókin sé samin með það fyrir augum, að nota
megi hana jafnt í latínuskólum og á heimilum,
þar sem börn hafi löngun til þess að æfa sig í
reikningslistinni. Bókin nær yfir allan almennan
reikning (ekki algebru). Skýringar eru góðar en
dærni fá. Árið 1782 var prentað í Kaupmanna-
höfn Vasa-qver fyrir bœ7idur og einfalldlínga A
íslandi, edr ein audvelld Reiknings-List. . . eítir
J. Johnsonius. Ekki er hér um venjulega náms-
bók að ræða, því að öll bókin er eintómar töflur.
Stærsta taflan er Tabula Pythagorica, sem hefst
á 2 sinnum 2 og endar á 100 sinnum 100, senni-
lega lengsta margföldunartafla, sem prentuð hef-
ur verið fyrir íslendinga, alls 25 bls., en auk
þess eru ýmsar aðrar töflur, t. d. kvaðrat- og
kúbíktöflur og myntreikningur. Síðasti hluti bók-
arinnar er konungleg bréfburðartilskipun, gefin
út þann 13. maí 1776. Þetta er fyrsta tilskipun
um bréfburð á íslandi. Póstferðir voru ákveðnar
þrisvar á ári og burðargjald mismunandi eftir
vegalengd. Árið 1785 er prentuð í Kaupmanna-
höfn reikningsbók eítir Ólaf Stephensen (Stefáns-
son), Innra-Hólmi. Bókin ber heitið Stutt Undir-
visun í Reikningslistinni og Algebra. Samantekin
og útgefin handa Skólasveinum og <f>drum ýng-
língutn á Islandi. í þessari bók nær almennur
reikningur yfir 196 bls., en síðari hluti bókar-
innar er algebra, um 50 bls. (alls 248 bls.).
Á 19. ölcl komu út að minnsta kosti 10 reikn-
ingsbækur í frumútgáfu, en sumar þeirra voru
endurprentaðar oftar en einu sinni. Árið 1841
eru prentaðar tvær slíkar bækur handa íslend-
ingum: Reikningslist einkum handa leikmpnn-
um (260 bls.) eftir Jón Guðmundsson klaustur-
haldara, síðar ritstjóra Þjóðólfs, og Stuttur Leid-
arvisir í Reiltníngs-list handa Bcendafólki (53
bls.) eftir Sigurð Br. Sívertsen prest á Útskálum.
Báðar bækurnar voru prentaðar í Viðey. Með
reikningsbók Jóns Guðmundssonar klausturhald-
ara verða að nokkru leyti þáttaskil. í bók Jóns
er samlagningar-, frádráttar-, margföldunar- og
deilingartafla. Þessar töflur eru í öllum (eða
flestum) reikningsbókum, sem út komu á 19. öld
og þar til í byrjun þessarar aldar. Aðrar reikn-
ingsbækur, sem út komu á 19. öld, eru þessar:
Tölvísi eftir Björn Gunnlaugsson yfirkennara,
prentuð 1865. Reikningsbók eftir Eirík Briem,
prentuð 1869. lleikningsbók eftir Þórð J. Thor-
MENNTAMÁL
90