Menntamál - 01.04.1972, Síða 34
Stjórnarþing
Norræna kennarasambandsins
haldið 9.—10. september 1971 í Reykjavík
♦--------------------------------------------------
Norræna kennarasambandið var formlega stofnað
1968 í Stokkhólmi, en áður var sú venja komin á, að
formenn og starfsmenn kennarasamtakanna á Norður-
löndum kæmu saman ár hvert og ræddu sameiginleg
málefni og viðhorf í fræðslu- og skólamálum þjóða
sinna. Við formlega stofnun sambandsins var ákveðið,
að formaður þess væri kosinn til eins árs í senn og
frá því landi, sem næst skyldi sjá um þinghaldið.
Síðastiiðið skólaár, 1970—71, féll það í hlut Skúla
Þorsteinssonar formanns S.f.B. að gegna formannsstöðu,
og ritarastarfið var falið Ólafi S. Ólafssyni, formanni
L.S.F.K.
Hlutverk Norræna kennarasambandsins er fyrst og
fremst að miðla gagnkvæmum upplýsingum og reynslu
um fræðslu- og skólamál og stöðu kennara í viðkom-
andi löndum. Að sjálfsögðu hefur það ekki ákvörðunar-
vald til annarra hluta en þeirra, sem snerta stjórn þess
og stjórnarþing. Hins vegar þykir auðsætt, að gagn-
kvæmar upplýsingar og umræður forystumanna kenn-
arasamtakanna um sameiginleg viðfangsefni hafi í för
með sér þróun til samræmingar og samsvörunar í mál-
efnum kennara á Norðurlöndum, þegar tímar líða.
Kennarasamtökin á Norðurlöndum, sem standa að
baki Norræna kennarasambandinu, hafa um hundrað
og fimmtíu þúsund manns innan vébanda sinna. Gera
má því ráð fyrir, að hér hafi skapazt grundvöllur að
norrænu samstarfi, sem festir víðfeðmari rætur í reynd
en faguryrtar og frómar óskir yfirvalda fá áorkað.
í frásögnum af þessu þingi kveða blöð norrænu kenn-
arasamtakanna einum rómi um virðulegar, hlýlegar og
rausnarlegar móttökur og ánægjulega dvöl komumanna
á íslandi meðan á þinghaldi stóð.
Skúli Þorsteinsson og Ólafur S. Ólafsson og stjórnir
félaga þeirra höfðu annazt undirbúning að þinginu og
vistað þinghald og þingfulltrúa að Hótel Sögu. Folke-
skolen, málgang danska kennarasambandsins, lýsir,
hvernig til tókst, með þessum orðum: — „velkomsten
og atmosfæren under hele modet var hjertelig ud over
enhver beskrivelse —“. Norsk skoleblad kveður svo að
orði, að íslenzku kennarasamböndin, S.Í.B. og L.S.F.K.
----------------------------------------------------—♦
„synte seg som strálande vertar i samsvar med eld-
gamle islandske tradisjoner." Einnig fara blöðin lof-
samlegum orðum um boðsför þingfulltrúa til forseta
okkar að Bessastöðum, hádegisverðarboð borgarstjóra
Reykjavíkur og kvöldverðarveizlu, sem menntamálaráð-
herra, Magnús Torfi Ólafsson, bauð þingfulltrúum til
í ráðherrabústaðnum.
Lárartidningen, málgagn sænska kennarasambandsins,
segir: — „Vid báda tillfállena var islándingar med an-
knytning till skolan och samhállsförvaltningen i övrigt
ocksá inbjudna och det gav tillfálle till mánge trivsamma
och informella samtal."
Frésagnamenn blaðanna tjá á hreinskilinn og einlæg-
an hátt, hve snortnir komumenn voru af sérkennilegri
fegurð landsins, enda voru veðurguðirnir þeim hlið-
hollir meðan á dvöl þeirra stóð.
Vegna tafa á ílugferðum urðu þeir að fresta heim-
ferð eftir þinglok, föstudagskvöldið 10. sept., fram á
miðjan iaugardag 11. sept. og Finnarnir fram á mánu-
dag 13. sept. S.Í.B. og L.S.F.K. brugðu á það ráð að
bjóða þingfulltrúum til Þingvalla, og sú ferð verður
frásagnarmönnum til uppljómunar í ferðalýsingum.
Lárartidningen: „Island — dit man aþsolut nágon
gáng i livet bör fara.“ Finnarnir dvöldu degi lengur og
telja sig hafa notið góðs af. Ólafur S. Ólafsson og
Svavar Helgason óku þeim í einkaþifreiðum sínum til
Geysis og Gullfoss og greina finnsku ferðalangarnir frá
eftirfarandi orðræðum: „Er hætta á, að foss þessi verði
fjötraður til orkuvinnslu?" spurðum við. „Nei, svo fá-
tækir verðum við aldrei," svaraði Ólafur.
Þinghaldið hér varð sumum blöðunum tilefni til að
birta greinagóðar frásagnir um ýmsa þætti úr þjóðlífi
voru. T. d. birti Lárartidningen tvær greinar, þar sem
víða er gripið niður og ber önnur fyrirsögnina: „ísland
— velferðarriki með vandamál vanþróunarlanda", en
hin fjallar einkum um ástand og horfur í íslenzkum
skólamálum. Sannast þar sem oftar, að glöggt er gests-
augað, þótt ekki verði tilnefnd dæmi hér. Hin norrænu
blöðin birtu einnig greinar og samtöl við framámenn
í skólamálum og koma víða við.
MENNTAMÁL
92