Menntamál - 01.04.1972, Síða 35
ÞinghaldiS
Þinghaldið fór fram að Hótel Sögu. Skúli Þorsteins-
son, þáverandi formaður Norræna kennarasambandsins,
stjórnaði þingstörfum, en Þorsteinn Sigurðsson var ritari.
Skúli setti þingið með ræðu, sem flest norrænu blöðin
birta nær orðrétta:
„Kæru norrænu starfssystkini, fulltrúar kennarasam-
takanna á Norðurlöndum.
Ég býð ykkur hjartanlega velkomin til þessa stjórnar-
fundar hér i Reykjavik. Samtök okkar, Nordisk Lærer-
organisationers Samrád, eru ekki gömul. Ég lít svo á,
að þau hafi verið stofnuð í Stokkhólmi 1968, en áður
var ár hvert haldinn formanna- og ritarafundur kennara-
samtaka Norðurlanda um nokkurt skeið. Síðan hafa
stjórnarfundir verið haldnir í Kaupmannahöfn, Helsinki
og Osló. Þessi fundur er því sá fimmti (í röðinni). ís-
lenzku kennarasamtökunum þykir það skemmtileg til-
viljun, að stjórnarfundur N.S.L. er í fyrsta skipti haldinn
á íslandi sama ár og Samband íslenzkra barnakennara
heldur hátíðlegt hálfrar aldar afmæli sitt.
Skólalöggjöf og skólastarf þarf að vera i stöðugri
endurskoðun. Skólastarfið má aldrei stirðna í ákveðnu
formi. Tilgangur þess er að hjálpa hverjum nemanda til
meiri þroska í samræmi við getu hans og framþróun
þjóðfélagsins.
Almenn þekking og tæknikunnátta er krafa og nauð-
syn vorra tíma, en þekkingin ein og tæknivald veitir ekki
hina sönnu lífshamingju. Vísindin ein veita ekki þá lífs-
fyllingu, sem mannsandinn þráir. Nútíminn virðist ekki
rækja sem skyldi það hlutverk að gæta þess, að maður-
inn glati ekki sjálfum sér í hafróti hraðfara breytinga
vorrar aldar. Hér þurfa allir að vaka á verði. Hver þjóð-
félagsþegn, sem kominn er til vits og ára, er uppalandi,
en kennararnir hafa valið sér það hlutskipti að veita
æskunni leiðsögn í leitinni að meiri þekkingu og ham-
ingjuríkara lífi. Kennaranum ber því að leitast við að
'%?}. % »•> ,v
l|r
F°rystumcnn norrænna kennarasamtaka helmsækja lorseta islands a5 Bessastöðum. Frá vlnstrl: Hans Hellers, SviþjóS; Ólafur S. Ólafs-
sonl Trond Johannessen, Noregi; Thomas Rehula, Flnnlandi; Aimo Tammivuori, Finnlandi; dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands; Stinus
^ielsen, Danmörku; Skúli Þorsteinsson.
MENNTAMÁL
93