Menntamál - 01.04.1972, Síða 38
Alyktanir ráðstefnu F.H.K.
í febrúar - marz 1972
um framhaldsskóla framtíðarinnar
♦-----------------------------------------------
I. Ályktun um
samræmdan framhaldsskóla
1. Ráðstefna FHK um framhaldsskóla framtíðarinnar
tekur undir það meginsjónarmið, sem fram kemur í áliti
verk- og tæknimenntunarnefndar frá síðasta sumri, að
nauðsynlegt sé að tengja saman allar námsbrautir og
skóla á framhaldsskólastigi í samræmt framhaldsskóla-
kerfi, þannig að námsskrá verði samhæfð og nám í hverri
grein skipulagt sem röð námseininga og það metið sam-
kvæmt sambærilegu stigakerfi. Telur ráðstefnan að bæði
félagsleg og þjóðhagsleg rök mæli með því að þessi
leið verði farin, en vísar að öðru leyti til nefndarálitsins
um rökstuðning fyrir þeirri skoðun.
2. Ráðstefnan telur að samræmdu framhaldsskólakerfi
megi að nokkru leyti koma á með samvinnu og verka-
skiptingu milli þeirra skólagerða sem fyrir eru (mennta-
skóla, iðnskóla, framhaldsdeilda gagnfræðaskóla, sér-
skóla ýmiss konar), en telur þó bæði eðlilegra og rök-
réttara að stefnt verði að því sem víðast að sameina
sem flestar námsbrautir á framhaldsskólastigi i eina
stofnun — sameinaðan framhaldsskóla. Ætti sá skóli
bæði að hafa það hlutverk að búa nemendur undir störf
í atvinnulifinu og frekara nám, þar á meðal háskólanám.
Telur ráðstefnan að slíkur skóli geti tekið við hlutverki
menntaskóla og ýmissa sérskóla að öllu eða nokkru
leyti. Þeir sérskólar, sem þyrftu að starfa áfram sem
sérstakar stofnanir, yrðu þá hreinir atvinnugreinaskólar,
sem byggju nemendur undir ákveðin sérhæfð störf, en
hefðu ekki með hendi almenna menntun þeirra í undir-
stöðug'_einum.
3. Ráðstefnan telur þung félagsleg rök mæla með því
að samræmdur framhaldsskóli sé frekar í einni og sömu
stofnun en honurri sé skipt milli aðskildra sérskóla. Auk
þess sem sameinaður skóli ætti að gera nemendum auð-
veldara en ella að skipta um námsbraut án verulegs
tímataps og gera þeim kleift að fresta endanlegri ákvörð-
un um námsbrautarval lengur en nú er unnt, ætti hann
einnig að geta unnið gegn því útbreidda viðhorfi að
ákveðnar námsbrautir séu fínni eða ófínni en aðrar, og
þannig haft áhrif í þá átt að koma í veg fyrir stéttaríg
-------------------------------------------------------♦
í samfélaginu. Ráðstefnan vill þó vekja athygli á að
þetta er árangur sem kemur ekki af sjálfum sér við það
eitt að taka upp ákveðið skólaform — stéttaskipting og
rígur geta líka skapazt innan einnar og sömu stofnunar
— en álítur þó að sameinaður skóli gefi betra tækifæri
til að vinna gegn slíkum stéttamun en önnur skólaform.
i því sambandi er mikilvægt að félagsleg skipulagstengsl
nemenda í skólanum gangi þvert á skiptingu þeirra í
námsbrautir og aldursflokka. Jafnframt undirstrikar ráð-
stefnan þá brýnu nauðsyn að nemendum, hvar sem þeir
eru staddir á námsbrautinni, verði sköpuð aðstaða til
fjölbreytts félagslifs, þar sem erfitt mun reynast að veita
þeim nauðsynlega félagsþjálfun með öðru móti.
4. Ráðstefnan bendir á, að sameinaður framhaldsskóli
hlýtur eðli sínu samkvæmt að verða i tiltölulega stórum
stofnunum á íslenzkan mælikvarða. Til þess að unnt sé
að starfrækja nægan fjölda námsbrauta, má nemenda-
fjöldi trúiega ekki vera minni en 600 til 800, og þyrfti
helzt að vera um eða yfir 1000. En það þýðir, að ein-
ungis í stærstu kaupstöðum yrði unnt að starfrækja
slíka skóla fyrir aðeins eitt sveitarfélag, en annars staðar
yrði að eiga sér stað samvinna margra sveitarfélaga
um einn skóla. Telur ráðstefnan æskilegustu leiðina vera
þá, að landinu öllu verði skipt 1 hæfilega stór skóla-
hverfi framhaldsskólastigsins og verði sameinuðum fram-
haldsskóla síðan komið upp í hverju umdæmi fyrir sig.
Æskilegast virðist vera að velja þeim stað í hverjum
landshluta, þar sem auðveldast verður um vik fyrir
iþrótta- og félagsstarfsemi, samgöngur og heilbrigðis-
þjónustu, og þar sem traust atvinnufyrirtæki, söfn, vís-
inda- og listastofnanir eru fyrir, til að nýta sem bezt
sérfræðiþekkinguna á báða bóga, og koma á fjölþættari
menningarstarfsemi á hverjum stað.
5. Ráðstefnan telur eðlilegt að sameinaðir framhalds-
skólar verði að verulegustu leyti kostaðir og reknir af
ríkinu, en jafnframt verði að tryggja íbúum einstakra
fræðsluumdæma eðlilega hlutdeild í stjórn og starf-
rækslu framhaldsskóla umdæmisins.
6. Ráðstefnan vekur athygli á, að sameinaður fram-
haldsskóli með allþróuðu valgreinakerfi hlýtur að gera
aðrar og meiri kröfur til húsnæðis en hingað til hefur
tíðkazt. Tvísetning kemur að sjálfsögðu ekki til greina
MENNTAMÁL
96