Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Side 42

Menntamál - 01.04.1972, Side 42
MINNING Jóhannes úr Kötlum Fæddur 4. nóv. 1899 — Látinn 27. apríl 1972 Harpan er hljóönuð. Svanurinn syngur ekki lengur. Jóhannes skáld úr Kötlum er látinn. Ljóðasvanurinn mikli er horfinn til mæðra sinna og feðra, en þjóðskáldið deyr ekki. Það lifir með þjóð sinni í verkum sínum. Jóhannes var mikill hugsjónamaður. Sál hans var jafnan heil en ekki hálf í hverju verki. Hann átti fastmótaða lífsskoðun á þroskaárum og var henni trúr í list sinni. Hjarta hans fann til með þjóð sinni í sorg og gleði dýpra og einlægar en flestum er gefið. Hann kvað kjark í þjóð sína í baráttunni fyrir réttlæti og mannlegri reisn. Á æskuárum var hann virkur ungmennafélagi í heimabyggð sinni, bjartsýnn, djarfur og heill. Fyrri hluta ævinnar stundaði Jóhannes barnakennslu að loknu prófi frá Kennaraskóla ís- lands og var því félagi í Sambandi íslenzkra barnakennara. Hann veitti ungum brjóstum gleði og fegurð með barnaljóðum sínum og fræðslu. Samtök íslenzkra barnakennara kveðja góðan dreng með djúpri virðingu og þakka honum samfylgdina. 15. 5. ’72. Skúli Þorsteinsson, form. S.Í.B. MENNTAMÁL 100

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.