Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Qupperneq 43

Menntamál - 01.04.1972, Qupperneq 43
ÞÆTTIR UM UPPELDISMAL Stefán Edelstein: Börn og tónlist ► - < Tónlist og myndrænt nám hafa verið olnbogabörn [ skólakerfi okkar fram að þessu. Að vísu eru ákvæði ' gildandi námsskrá um tónlist og teiknun, en þegar litið er á raunverulegt ástand í skólunum, þá fer ekki á milli mála, að staða listgreina er eingöngu í jaðrinum, en kemur hvergi nálægt kjarnanum. Um hinn mynd- r®na þátt í skólastarfi, mikilvægi hans í þróun og þroska formskyns nemenda, svo og þá skapandi krafta í nem- nndanum, sem slík fræðsla leysir úr læðingi, ef vel tekst 'il. ætla ég ekki að ræða hér, enda ekki mitt sérsvið. Tónlistin, hvort sem á hana er litið sem skólafag eða sem þjónustu við þjóðfélagið í formi skipulegs tónleika- ^alds, er enn álitin hálfgerður munaður, sem við höfum ekki ráð á; [ bezta tilfelli er hún látin fljóta með til að friSa vonda samvizku okkar. Þessi afstaða mótast aðal- lega af þeirri staðreynd, að þeir, sem við stjórnunar- faskin sitja (skólayfirvöld, fjárveitingavaldið, opinþerir sfefnumótandi aðilar o. s. frv.) hafa hvorki gert sér grein fyrir því, í hverju hið raunhæfa gildi tónlistarmenntunar 'iggur (sem e. t. v. ekki er hægt að ætlast til heldur), hé hafa þeir viljað leggja eyrun við ráðleggingum og ----------------------------------------------------♦ kröfum fagmanna um, að betur sé búið að listum í skóla- kerfinu í heild. Við lifum ekki lengur á tímum Forngrikkja, þar sem tónlistin var einn veigamesti þátturinn í öllu uppeldi. Það hefur litla þýðingu að benda á fortíðina, þegar byggja verður betri heim í framtíðinni: okkar þjóðfélag er allt of margþætt og flókið til þess að hægt sé að yfir- færa líkan fortíðarinnar yfir á samtímann. Hins vegar verður að gera sér grein fyrir því, að í síbreytilegu þjóðfélagi, sem stöðugt gerir hærri kröfur til menntunar einstaklingsins og þá sérstaklega til sveigj- anleika þessarar menntunar, verða skólarnir að skil- greina hlutverk sitt á nýjan hátt. Sá tími er liðinn, þar sem menntun og starfsþjálfun, einu sinni fengin, dugar fyrir lífið. Þáttur lista í að undirbúa manninn betur undir lífsbaráttuna með því m. a. að stuðla að þessum sveigj- anleika þersónunnar hefur verið vanmetinn og vanrækt- ur. Tónlistin gerir okkur erfitt fyrir að því leyti, að ekki er auðvelt að skilgreina hana eða meðhöndla sem „efni“ nema á takmarkaðan hátt. Innsta eðli tónlistar er óorð- bundin tjáning. Menn hafa reynt að skilgreina heildareðli tónlistar í margar aldir, en ekki komizt að slíkri niður- stöðu, að hægt væri að skýra fyllilega atferli þeirra, sem framleiða tónlist (þ. e. túlka hana), né heldur sálræn við- brögð þeirra, sem hlusta á hana (neytendur). Hins vegar liggja fyrir niðurstöður ýmissa rannsókna, sem draga má þá ályktun af, að áhrif tónlistar á manninn séu mjög margþætt og flókin, samansett úr vitsmunalegum, til- finningalegum og hreyfingaþáttum. Fagurfræðilegir geng- isþættir (verðmæti) gegna hér og miklu hlutverki. Á síðustu árum hafa einnig farið fram athuganir og rann- sóknir, sem gefa til kynna, að kerfisbundin og vel skipu- lögð tónlistarkennsla hafi í för með sér viss yfirfærslu- áhrif (meðæfingar) á önnur svið, sem eru sameiginleg- ur grundvöllur fyrir allt nám yfirleitt. Þessar athuganir og rannsóknir hafa ennfremur stutt þá tilgátu, að yfirfærsla frá einu námssviði yfir á önnur gerist einna helzt við kennsluaðstæður, þar sem leik- rænt og skapandi starf er veigamikill þáttur. Á þetta því einkum við um tónlistina. Það er vel þess virði að fylgja þessum hugmyndum eftir og spyrja sjálfan sig, I hverju það getur legið, að MENNTAMÁL 101

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.