Menntamál - 01.04.1972, Page 44
tónlistin búi yfir ákveðnum „alhæfingarkrafti", sé miðlun
hennar þannig byggð upp, að takmörk og markmið séu
ætíð höfð skýrt í huga.
Eitt af meginmarkmiðum tónlistarkennslu í skólum
er, að nemandi læri að beita rödd sinni á eðlilegan
hátt í tali og söng. Þetta felur í sér, að öndun sé eðlileg,
framsögn og raddbeiting skýr. Um skýra framsögn get-
ur varla verið að ræða, nema öll hljóð séu rétt borin
fram, og þar að auki að nemandinn skilji textann sem
sunginn er.
Á þessu sést, að tónlistarkennslan, eða sá þáttur
hennar sem kallast söngkennsla, nær langt inn á svið
móðurmálskennslunnar. Hún nær enn lengra inn á inni-
haldslegt og tilfinningalegt svið mæits máls, ef haft er í
huga, að túlkun orða (texta) er einn veigamesti þáttur í
söng, innihald, þ. e. boðskapur orðanna, verður lifandi
og sambandshæfni hans eykst við það, að laglínan ber
orðin uppi, flytur þau á milli.
Allmikið ber á því að nemendur læri kvæði í skólum,
án þess að skilja inntak orðanna eða textans í heild.
Hér virðist vera um vélrænan utanbókarlærdóm að ræða,
sem hefur það eina takmark að láta nemandann læra
utanað — óháð skilningi á því sem hann lærir. Hið túlk-
andi hlutverk söngsins ætti því að hafa áhrif í gagnstæða
átt, þ. e. vinna á móti vélrænni notkun mælts máls og
blása merkingu og lífi í orðin og túlka boðskap þeirra.
Það er stigsmunur, en ekki eðlismunur á tali og söng.
Hvort tveggja byggist á réttri öndun. Það er ótrúlegt og
ógnvekjandi, hve mörg börn, sem eru að hefja skóla-
göngu, eru með öndunarkvilla. Þarna má mörgu um
kenna, m. a. þeirri staðreynd, að fyrirbæri eins og heil-
brigð öndun er ekki óumbreytanleg stærð, sem er óháð
breyttum lífsvenjum manna, frekar en mengunin er.
Margt barnið, sem situr í skólastofunni, er hlaðið spennu
og ber ýmis einkenni taugaveiklunar með sér. Þegar
barnið lærir að anda eðlilega (þótt ótrúlegt megi virðast,
verður þetta að lærast í mörgum tilvikum, hin eðlilega
öndun ungbarnsins virðist oft fara forgörðum, þegar
„menningin" mótar það), þá losar þessi rétta öndun
um líkamlegar og andlegar hömlur og barnið á auðveld-
ara með að tjá sig á frjálsan og eðlilegan hátt. Þetta
eru langt frá því fjarstæðar kenningar; það sést einna
bezt á því, að margir læknar beita öndunaræfingum og
þjálfun reglubundins andardráttar á sjúklinga, ekki bara
sjúklinga, sem þjást af iungnasjúkdómum, heldur einn-
ig á taugasjúklinga.
Það virðist greinilegt og augljóst, að yfirfærsluáhrif
tónlistar eru ekki einungis bundin við móðurmál og
líkamlega vellíðan. Kerfisbundin þjálfun í hrynjandi
(hljóðfalli) og tileinkun á innbyrðis hlutfalli hljóðfalls-
sniða hefur áhrif á móttækileika nemenda fyrir stærðar-
hlutföllum, en það hefur áhrif á hliðstæð vandamál í
stærðfræðinni. Það sama á við um skynjun forms og
þjálfun tilfinningar og skilnings á innbyrðis hlutföllum í
formi, samanburði formeinda, að finna líka eða sameigin-
lega þætti og að aðgreina ólíka þætti. Með öðrum orðum:
kerfisbundin og stighækkandi þjálfun í formskynjun
virðist hafa jákvæð yfirfærsluáhrif á stærðfræðiskynjun
nemenda.
Lengi mætti telja upp meðæfingaatriði í tónlistarnámi,
sem bein áhrif hafa á vitsmunalega þætti nemenda. Það
liggur í augum uppi, að minnið þjálfast mjög við það, að
sönglög og lög á hljóðfæri eru lærð utanað, og vel upp-
byggð hljóðfallsþjálfun höfðar einnig sterkt til minnis-
ins. Einbeitingarhæfileikar nemenda þjálfast mjög við
tónlistarnám. Og síðast en ekki sízt þjálfast aðgreiningar-
og sameiningarhæfileikar nemenda. Að hlusta á tónverk,
aðgreina mismunandi hljóð og hljóðfæri, svo og blæ-
brigði hljóðfæra, að aðgreina hljómasambönd, að mynda
rökræna heild úr hinum ýmsu þáttum tónlistar, krefst
mikils aga eyrans og hinna ýmsu vitsmunalegu þátta,
sem taldir voru upp hér.
Fram til þessa hefur aðallega verið rætt um hinn vits-
munalega þátt tónlistarnáms. Það er síður en svo, að ég
vilji einangra þennan þátt frá tilfinningasviðinu; bæði
sviðin eru saman-tvinnuð og órjúfanleg heild. Hitt er það,
að erfiðara er að koma orðum að hinum tilfinningalega
þætti tónlistar, því að hann er ákaflega persónubundinn
og erfitt að meta hann á hlutlægan hátt. Við vitum, að
menn hlusta á tónlist á mismunandi vegu, einn hlustandi
leitar að „boðskap", sem annar verður ekki var við,
ákveðin myndræn tengsl koma til sögunnar hjá mörgum
við hlustun, sumir sjá jafnvel ákveðna liti eftir því í hvaða
tóntegund er verið að spila. Enginn getur gefið forskrift
að því, hvernig ætti að hiusta á tónlist; þau tilfinninga-
legu verðmæti, sem skapast við að hlusta á tónlist og tjá
sig á músíkalskan hátt, eru háð persónueinkennum ein-
staklingsins og mörgum öðrum breytum.
Þó erfitt sé að meta vísindalega þá tilfinningaauðgun,
sem á sér stað við tónlistariðkun eða hlustun, þá munu
þeir menn, sem fengizt hafa við þessar athuganir á
undanförnum árum, vera sammála um, að slík auðgun
eigi sér stað. Gegnir tónlist því miklu og nauðsynlegu
hlutverki í þá átt að skapa sálrænt jafnvægi hjá börnum
í umhverfi, sem íþyngir ungu og yngstu kynslóðinni á
einhliða hátt, með kröfum um vitsmunalega beitingu við
lausn verkefna.
Músíkölsk iðkun er eðlilegust í söng, þar sem söngur-
inn er bein tjáning án tæknilegra milliliða eins og hljóð-
færi eru. Hve sterk þörfin til músíkalskrar og hreyfingar-
tjáningar er hjá ungum börnum, má helzt sjá á þvf, að
ósjaldan syngja ungbörn áður en þau tala, og hreyfing-
arþörfin er ein af sterkustu hvötum ungbarns. Þó ég vilji
hér forðast að nota orðið frumtjáningu í sambandi við
söng, er samt Ijóst, að hin óorðbundna tjáning, sem
felst í söng ungbarnsins, er aðferð til þess að ná tilfinn-
ingalegu sambandi við umheiminn og gegnir í því efni
sama hlutverki og hið mælta mál síðar meir.
Þessi músíkalski tjáningarmáti er ómeðvitaður, en
hæfileikarnir til að beita honum týnast, ef ekkl er ýtt
MENNTAMÁL
102