Vorið - 01.03.1947, Síða 6

Vorið - 01.03.1947, Síða 6
9 V O R I Ð nákvæmni og reglusemi í öllum greinum." ,,Já, ég fyrir mitt leyti vildi nú heldur iiafa gamla iagið á öllu,“ bætti Adolf við. „En hvað segið þið um það, að við gerum no'kkurs kon- ar verkfall? Það eru allir farnir að gera þessi verkföll, þegar þeir fá ekki það, sem þeir vilja fá. Og þeir fá alltaf vilja sínum framgengt. Við skulum tala um þetta við Betu, Helgu og Rósu, og þegar við erum svo öll orðin sammála, skulunr við sýna mömmu það, að það er hún, sem verður að láta undan. Haldið þið ekki, að þetta sé bezta ráðið til að við fáum að ráða okkur sjálf, meir en verið hefur?" ,,Ég vil ekki vera með í að gera neitt, sem er rangt,“ sagði Elísa. ,,Þú manst víst eftir því, að við lof- uðum mönnnu hátíðlega, að ef fað- ir okkar fengi sér aðra mömmu, skyldum við vera henni hlýðin og góð.“ „Já, en við höfurn verið það, og við höldum auðvitað áfram að vera henni góð. En hún verður bara að hætta að heimta af okkur þessa stundvísi og reglusemi í smáu sem stóru. Við segjum henni bara, að við viljum hafa allt, eins og það var áður.“ Beta, Helga og Rósa féllust óðara á tillögu Adolfs um verkfallið, og hann var auðvitað kosinn foring- inn. Einnig var samþykkt, að verk- fallið skyldi hefjast samstundis, að minnsta kosti áður en faðir þeirra kæmi heim. „Við verðum fyrst að koma okk- ur upp flöggum og ganga síðan um öll herbergin í húsinu. Á meðan ætla ég að taka saman stutta ræðu, sem ég ætla síðan að flytja,“ sagði Adolf. „Mannna skal fá að vita það, að okkur er fuHkomin alvara." Minni systkinunum þótti bera vel í veiði að fá að koma í svona skemmtilegan leik, og þau fóru nú að viða að sér rauðum og hvítum dulum, sem þau bundu svo við blómapinna, er þau notuðu fyrir fánastengur. Og þá voru fánarnir tilbúnir. Kröfugangan hófst í borðstof- unni, þaðan var ltaldið í gegnum svefnherbergið og síðan um allt húsið. Þau ætluðust til, að stjúp- móður þeirra þætti nóg um og kæmi til að skerast í leikinn. Loks kom hún á vettvang og mælti: „Ætlið J)ið nú ekki að fara að hætta Jjessu? Mér finnst nú nóg Ikomið af svo tilgangslausum leik. Mér finnst að minnsta kosti þið, Adolf og Elísa, vera of stór til að taka þátt í svona leik.“ ,,Við höfum gert verkfall," sagði Helga til skýringar og veifaði fána sínum. „Alveg eins og fullorðna fólkið." Og enn héldu þau áfram upp stigann og niður stigann, úr einu herberginu í annað, og Jjað kom einkennilegur svipur á stjúpmóður

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.