Vorið - 01.03.1947, Síða 9

Vorið - 01.03.1947, Síða 9
V O R I Ð 5 inn mikill að finna hlutinn, endaði leitin venjulega með því að það, sem leitað var að, fannst alls ekki, nema rífa allt upp úr tunnunni og fleygja öllu innihaldinu á gólfið. Ef hluturinn fannst svo eftir langa og erfiða leit niður við botn á tunn- unni, þurfti þar á eftir að koma hinu öllu í tunnuna aftur, og koma henni á sinn stað. Þetta var nokkuð erfitt fyrir Helgu og Rósu, sem ekki voru nógu sterkar til að velta tunn- unni á ldiðina, en voru hins vegar svo litlar, að þær náðu rétt upp fyr- ir tunriubarminn. Vegna þessa urðu þær að ná sér í stól, klifra upp í tunnuna og leita þannig. En það, sem í tunnunni var, varð hvorki þrifalegra né betra eftir en áður. Adolf og Elísa reyndu oft að færa það í tal við stjúpmóður sína, að þetta væri ekki sem heppilegast fyr- irkomulag, að láta ditlu systurnar troða svona á því, sem í tunnunni var. En hún svaraði fáu, og brosti aðeins, þegar litlu systurnar voru að skríða upp úr tunnunni. En Jretta háttalag þeirra hafði þær af- leiðingar, að margt, sem þangað komst, varð þannig útlítandi, að það \rar ek'ki til annars en að kasta því í eldinn. ,,Nú get ég ekki farið með.í gonguförina á morgun. Ég get ekki einu sinni farið í skólann,“ sagði El- ísa eitt sinn hálfgrátandi, er hún fann hattinn sinn saman hnoðaðan og skítugan í tunnunni. „Hann er alveg ónýtur, ég get aldrei framar sett hann upp,“ kveinaði hún. „Verkfallið þitt, Adolf, hefur vald- ið okkur margfalt meiri skaða og erfiði, en okkur óraði fyrir. Og ég vildi óska, að ég hefði aldrei tekið þátt í þessari vitleysu. Mér væri sönn ánægja að því að kveikja í þessari andstyggðar ruslatunnu og Itrenna hana með öllu, sem í henni er. Ég vildi, að ég þyrfti aldrei að heyra hana nefnda framar.“ ,,Já, ég verð að viðurkenna, að ég er líka að verða nokkuð þreyttur á öll'U því erfiði, sem fylgir þessari tunnu,“ sagði Adolf. „Hvernig væri nú að gera verkfall aftur til að losna við tunnuna?" „Já, já, við skulum gera verkfall aftur,“ hrópaði Helga himinlifandi. ,.Ég veit bara ekkert, hvar flöggin okkar eru. Það er svo gaman að gera verkfall." „Æ, ég veit ekki,‘ ‘andvarpaði El- ísa. „Fyrir mitt leyti held ég, að ég vil ji ekki vera með í þessari bjána- 1 egu kröfugöngu. Ég vil heldur fara beint til mömmu og biðja hana að lofa okkur að hafa aillt eins og það vár, áður en við gerðum þetta verk- fall og fengum þessa ruslatunnu." „Það er bezt að við förum öll til hennar og biðjum hana að breyta þessu, því að við vorum öll með í verkfallinu og samningnum um tunnuna," sagði Adolf. „Við skulum þá fara samstundis,“ bætti Elísa við. Síðan lagði hópur-

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.