Vorið - 01.03.1947, Side 12

Vorið - 01.03.1947, Side 12
,s V O R I Ð rödd og lék á Tiðlu, og það átti nú við mig. En eintt sinni vildi það til, að hann drakk svo mikið af brennivíni, sem þá var mest notað af áfengum drykkjum af ölJum almenningi, að liann varð alveg „dauðadrukkinn", eins og sagt er nú, þegar menn drekka sig út úr, eða missa meðvit- undina og leggjast í dá. Þetta fékk svo mikið á mig, barnið, er ég hélt, að bróðir minn væri dáinn, að ég fékk svo mikla skömm á þessum drykk, brennivíninu, að ég hét því að láta það aldrei koma inn fyrir mínar varir. Og þeim ásetningi hef ég verið trúr alla ævi. Það var ekki fyrir eigin reynslu, að ég halnaði áfenginu, það var vegna kærleika til bróður míns, sem mestu réði um þessa afstöðu mína. Mér er Jjúft að lýsa því yfir nú, eftir 80 ára starfsdag, að ég tel það ntikið lán fyrir mig að liafa alger- lega hafnað áfengi og tóbaki alla mína ævi. Um tóbaksnautnina er það að segja, að ég tel hana ,,systur“ áfengisnautnarinnar. Þótt hún sé kannski ekki eins skaðleg, er hún almennari og eyðir óhemju miklu fé frá mönnum, og fyrir unglinga er hún undantekningarlaust skaðleg. Fyrir stuttu reiknaði ég út, að ef ég hefði verið tóbaksmaður og reykt vindlinga frá því að ég var 15 ára, myndi sá reikningur nú vera orðinn 90 þús. kr. með vöxtum og vaxta- vöxtum, miðað við notkun, eins og nú gerist. Og þar bætist svo við heilsutjón, sem leiðir af tóbaks- nautninni, beint og óbeint. A langri ævi hef ég aldrei orðið var við, að bindindissemi mín á áfengi og tóbak hafi orðið mér til nokkurra óþæginda eða árekstra í umgengni minni við aðra menn. Það hefur að vísu stundum verið sagt við mig, að það væri ófrjálslegt og sérvizkukennt að geta ekki verið með, þegar flaskan eða sígarettan er annars vegar. En ég þykist vera frjálsari fyrir bragðið en hinir, senr ekki þykjast geta verið án þessara nautna. I»að eru hinir ófrjálsu menn, sem bundnir eru á klafa van- ans. A!lt ungt fólk vil ég hvetja til þess að taka aldrei fyrsta staupið, eða reykja fyrsta vindlinginn, — vera bindindisfólk alla ævi. — „Það tökum við.“ Ég var orðinnaðstoðarlæknir.Dagnokk- urn kom bóndakona með son sinn. Hon- um var illt í hálsinum. Það kom í ljós, að hann hafði skemmda eitla. „Þá tökum við,“ sagði læknirinn. „Og honum er einnig illt í hendinni," sagði konan áhyggjufull. „Það er flýs í henni,“ sagði læknirinn, „hana tökum við.“ Konan þagði stundarkorn en sagði svo: „Ég þori nú varla að segja það, en hann hefur líka höfuðverk.“

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.