Vorið - 01.03.1947, Side 13

Vorið - 01.03.1947, Side 13
V O R 1 Ð 9 EIRIKUR SIGURÐSSON: Hvað geta börnin gert til að ldæða landið skógi? Alþingi þarf að Hver, sem hefur átt þess kost að koma einhvern tíma í íslenzkan birkiskóg á sólfögrum sumardegi, finna.bjarkarilmmn og sjá blÖm- skrúðið og hinn fjölbreytta gróður í skjóli skógarins, liefur ósjálfrátt óskað þess, að ísland yrði sem fyrst allt klætt skógi. Oskirnar eru til alls fyrst, en framkvæmdir þurfa að fylgja. Og nú er áhugi fyrir skóg- rækt talsvert vaxandi með þjóðinni. Aukin starlsemi skógræktarfélag- anna sýnir jxtð bezt. Á því leikur varla nokkur vafi, að núverandi kynslóð hefur fullan vilja á að bæta landinu að einhverju leyti það, sem horfnar kynslóðir hafa af sér brotið í þessu efni. En á hvern hátt getið þið, börnin, hjálpað til við skógræktina? Þið getið gert það á'ýmsan hátt og eigið að gera það. Þið getið hjálpað til við að hirða trjágarðinn heima, ef hann er einhver. Þið getið hjálpað til við gróðursetningu trjáplantna á vorin, þar sent skógræktarfélög hafa slíka istarfsemi. — Hugsið ykk- ur, livað það er gaman að fylgjast setja lög um skógræktardag með þroska trjáplantnanna, sem þið gróðursettuð, meðan þið voruð börn. Sjá hríslurnar hækka ár frá ári og breiða lim sitt móti sól og sumri. Skógræktarfélag Eyfirðinga. Eitt af öflugustu s'kógræktarfélög- um landsins er Skógræktarfélag Ey- firðinga. Það hefur fimm afgirt skógræktarsvæði í Eyjalirði, þar isem nýr skógur er að vaxa upp. I skógræktargirðingum félagsins á Þelamörk, í Leyningshólum og við Garðsárgil er að vaxa upp nýr skóg- ur af gömlum skógarleifum. Þar þurfti ekki annað en friðun til hjálpar skóginum. Þá er félagið að gróðursetja nýjan skóg í Vaðla- reitnum gegnt Akureyri og í Akur- eyrarbrekkuna. Hvort tveggja verð- ur til mikillar prýði fyrir Akureyri, er stundir líða. Á síðastliðnu ári voru gróðursettir 5400 plöntur í Vaðlareitinn og 600 plöntur í Ak- ureyrarbrekkuna. í Vaðlareitinn eru nú komnar alls um 60.000 plöntur. Telur skógræktarstjóri

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.