Vorið - 01.03.1947, Page 16

Vorið - 01.03.1947, Page 16
12 V O R I Ð Skógræktardagur. Þá kem ég að lok'um að síðasta þætti þessa máls. — Tveir merkir skólastjórar við barnaskóla ltafa mælt með því, að einum degi verði var- ið til skógræktar í barnaskól- urn landsins á hverju vori. Og nú, þegar von er um að meira verði til af trjáplönt- um en áður, þá er sérstök ástæða til að hreyfa þessa á ný. Það er mín skoðun, að Alþingi eigi að setja löggjöf um þetta efni, og lögbjóða sérstakan skógræktardag í skólum landsins. í lögum þessum þarf að bjóða öllum börnum yfir 12 ára aldur og öllum nentendum í öðrum skólum undantekningarlaust að vinna við skógrækt einn dag á vori hverju, þar sem því verður við komið. Með því ynnist tvennt í einu. Annars vegar ntyndi þetta flýta fyrir skóg- ræktinni, og hins vegar myndi það glæða áltuga alls æskulýðs fyrir því að klæða landið skógi. Og ekki þyk ir mér ósennilegt, að þessir vordag- ar yrðu sannir hátíðadagar fyrir skólaæskuna, og góð tilbreyting að kast'a frá sér bókaskruddunum einn dag. Ánægjulegt væri til þess að hugsa, að eftir næstu 30 ár fyndust víða eins fagrir trjálundir eins og Lystigarðurinn og Gróðrar- stöðin á Akureyri. En margt bendú' til, að það geti orðið. Ungu lesendurl Hefjist handa og gróðursetjið sem flest tré í íslenzkri mold. Sendið „Vorinu“ línur um þetta mál. Segið, hvað þið hafið gert og hvað þið ætlið að gera, og skoðanir ykkar á því. Látið myndir fylgja frásögnunum, ef hægt er. Og í hvert sinn og þið gróðursetjið nýtt tré, þá reynið að sjá í draumsýn, hvernig stóru trén vagga laufguð- um krónum í þýðri golunni ein- hvern tíma í framtíðinni.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.