Vorið - 01.03.1947, Page 25
V O R I Ð
21
Skemmtilegt? Hvað gat svo sem
komið fyrir skemmtilegt? Jú, ef
tannlæknirinn þurfti að nota ein-
hverja stóru töngina sína og draga
út ttinn. Það hlaut að vera skemmti-
legt að sjá.
Pétur settist í biðstofunni og leit
í kringum sig. Hann var aleinn. I
sannleika sagt var hér dauðleiðin-
legt. Bara að það kæmi nú eitthvað
fyrir skemmtilegt þarna inni — og
tannlæknirinn myndi eftir að kalla
á hann. Ætti hann ekki að vera við
dyrnar og gægjast inn?
„Halló, litli vinur, komdu þessa
leið!“
Pétur hrökk við dauðskelkaður.
í hinum enda biðstofunnar
höfðu dyr opnazt, og maður í hvít-
um kyrtli benti í áttina til hans.
„Komdu bara nær. Vertu ekki
svona hræddur. Eg er enginn slátr-
ari. Hvað heitir þú, góði?“
„Pétur," hvíslaði hann.
„Pétur — jæja, komdu þá Pétur
litli, við skulum ljúka þessu af
strax.“
„Já, en. . . .“
„Ekkert bull. Komdu nú hérna.
Hvað? Er regn í aðsigi? Nei, þessu
hefði ég aldrei trúað. Þú varst svo
hugrakkur fyrst, þegar ég sá þig, að
ég hugsaði: Hann þarna, það er
sannur drengur, það verður nraður
úr honum. Og svo, — nú það var
gott að ekkert ætlar að vei'ða úr
regninu. Gjörðu svo vel, herra
minn. Seztu í konungsstólinn! Þú
veizt sjálfsagt úr ævintýrunum, að
konungarnir sitja hærra en hirðin,
eins og í honum þessunr. Hvað
— hikarðtt enn? — Reyndu nú að
konrast upp í hann.“
„Já, en — ég þurfti ekki til tann-
læknis. Mamnra nrín. . . .“
„Mamma þín. Já alveg rétt. —
Mamnra mín sagði — manrnra mín
lrér og mamnra mín þar. En hér er
það hvorki mamnra mín eða
nramma þín, senr ræður, hér er
bara þú og ég. Og þú þarft að losna
við tannpínuna í þessari tönn. Þess
vegna erunr við sammála unr, að
hún verði dregin úr. Það gengur
fljótt einn-tveir-þrír. Eitthvað finn-
urðu auðvitað til, rneðan á því
stendur, en svo stutta stund, að þú
getur ekki talið lrærra en upp að
finrrn — og svo fær þú aldrei tann-
pínu í þá tönn frarnar. Þú getur
líka fengið hana nreð þér til að sýna
hana heinra. — Svona dálítið fljótur
nú. — Ég lref ekki tínra til að standa
hér bullandi í allan dag.“
Nú gat Pétur ekki lengur stöðvað
grátinn. Hann hágrét.
„Hættu nú, hættu nú,“ þrumaði
tannlæknirinn.
„Það — það átti enga tönn að
draga úr mér,“ stamaði Pétur dauð-
skelkaður.
„Jú, sittu nú kyrr,“ sagði tann-
læknirinn og lyfti lronum upp í stól-
inn.
En Pétur varð svo hræddur, að
hann þagði og sat kyrr.