Vorið - 01.03.1947, Qupperneq 29
V O R I Ð
25
vott, þegar barn þitt verður skírt.
Þú verður því að lofa mér því að
bíða eftir mér, svo að ég geti verið
viðstaddur skírnarathöfnina. Eg
skal vera kominn aftur í síðasta lagi
eftir þrjár klukkustundir."
Bóndinn lagði lítinn trúnað á
þessi orð förumannsins, en lofaði þó
að verða við beiðni hans.
Að því búnu lagði keisarinn af
stað. Þrjár klukkustundir liðu og
enginn kom. Bóndinn og fjölskylda
lrans voru ferðbttin, en þegar þau
voru að leggja af stað til kirkjunn-
ar, heyrðu þau hófaspark og vagn-
skrölt á veginum fyrir utan.
Bóndinn leit út og sá, að þetta
var keisarinn ásamt fylgdarliði sínu.
Hann kallaði því á börn sín, svo að
þau gætu séð höfðingjafólkið, þegar
það færi fram hjá. Allir flýttu sér
út og tóku sér stöðu á dyrahellunni.
En í sama bili nam hin glæsta fylk-
ing staðar fyrir frarnan hinn fátæk-
lega kofa bóndans, og keisarinn
steig út úr vagni sínum. Hann gekk
rakleitt til bóndans og ávarpaði
hann á þessa leið: „Vinur minn
einn, sem þú hefur fyrir skömmu
gert mikinn greiða, bað mig að vera
skírnarvott barns þíns, og mér er
það sönn ánægja að verða við þeirri
beiðni hans. Fáið mér barnið og Jrví
næst skulum við balda til kirkjunn-
ar.“
Bóndinn stóð eins og mynda-
stytta og horfði á keisarann, bæði
hraeddur og hissa. Hann sá ékki. að
Jretta var sarni maðurinn, sem hafði
gist hjá honum um nóttina. Keisar-
inn virtist hafa gaman af fátinu,
sem konr á bóndann, en síðan
mælti hann í vingjarnlegum tón:
,,í gær uppfylltir þú hina fyrstu
skyldu kristins manns, að hjálpa ná-
unga þínum; í dag er ég hingað
kominn til að uppfylla hina ljúf-
ustu skyldu þjóðhöfðingjans, að
launa göfugar dyggðir. Sonur þinn
skal héðan í frá vera skjólstæðingur
minn. Og heldurðu nú, að ég hafi
ekki rétt fyrir mér, Jregar ég spáði
því, að hamingjan myndi verða með
syni þínum?“ Nú skildi bóndinn,
hvernig í öllu lá. Með tárin í aug-
unum hljóp hann inn, sótti litla
soninn sinn og lagði hann í arrna
keisarans. Keisarinn tók við barn-
inu og Jrví næst var haldið af stað til
kirkjunnar.
Keisarinn efndi dyggilega loforð
sitt. Hann lét ala drenginn upp á
sinn kostnað, sá honum fyrir góðri
menntun og reyndist bóndanum og
fjölskyldu hans ætíð hinn bezti
vinur.
Grísinn.
Tveir menn áttu grís saman. Dag nokk-
urn sagSi annar maðurinn: „Ef þú vilt
láta þinn helming lifa lengur, þá er ég
ekkert á móti því. En á morgun verð ég
að slátra mínum helmingi.“