Vorið - 01.03.1947, Qupperneq 30
V O RIÐ
KARI TRYGGVASON:
ASÍ A
(Ort fyrir skólabörn i liárðardal og í
samvinnu við þau. Telur höf, að börnin
sjálf eigi þarna nokkrar hendingar). —
Austur ií heim við höldum snör,
hugur þráir spurn og svör.
Vorsins eldar vekja Íjör.
Við erum öll í skemmtiför.
JAPAN heitir eyríki eitt,
éldfjöll gjósa, stríð er þreytt.
Þar er fólkið feiki sveitt,
fagurgult, við bálið heitt.
KÍNAVELDI miklast mér,
mikið þ'ar um dýrðir er.
Bláá, Gulá blika hér,
börnin lijá þeim leika sér.
TÍBET reisir tinda há,
töfrabjarmi vefur þá.
Tignarlegir til að sjá
teygja þeir sig í loftin blá.
Enn má líta INDLÖND hýr.
Auður þar hjá Skorti býr.
Þarna ganga gamalkýr,
gibbonar og tígrisdýr.
Skammt fyrir austan Indlands
strönd
eygir fögur sólskinslönd.
Bera menn þar í brúnni hönd
bambusreyr og kókosvönd.
í SÍBERÍU er svalt og bjart,
samt er þarna lítið skart:
flatar auðnir, fenið margt,
frosin jörð og grjótið hart.
Um ÍRAN flæðir olían,
annað þaðan fátt ég man.
Reyndar var þó ráðstefnan
rausnarleg í Teheran.
Undraríki ÍRAK var,
ævintýrin gerðust þar.
Nú eru hrundar hallirnar,
hylja sandar rústirnár.
ARABÍU óð ég syng.
Eyðimerkur þjóðin slyng
situr glöð á silkibing,
sveittir fákar allt í kring.
TYRKLAN D næst má telja þá
Tyrkinn hefur dökka brá.
Múhameð og Allah á
ákaft hrópar karlinn sá.
SÝRLAND brennir sólin rjóð,
sviðnar land í heitri glóð.
Vegmóður og villtur tróð
veiðisveinn um eyðislóð.
PALESTÍNU fljótt ég finn,
flýgur þangað hugur minn.
Þarna flutti frelsarinn
flónskum heimi boðskap sinn.