Vorið - 01.03.1947, Qupperneq 32
2á
VO RIÐ
ið orsök þess, að skólastjórinn ákvað
að tala svolítið við Villa.
Hann boðaði Villa upp á skrif-
stofuna.
„Heyrðu, Villi,“ sagði hann vin-
gjarnlega. „Þú ert nú duglegur
drengur, en mér er sagt, að þú
standir alltaf í veðmálum."
Villi yppti öxlum. „Já,“ sagði
hann afsakandi, „Jretta er orðinn
vani hjá mér, af Jrví að ég vinn allt-
af. Ég get ekki stillt mig um að
veðja.“
„Það er slæmur ávani,“ sagði
skólastjórinn. „Sennilega enda líka
þessi veðmál þín með því, að þú
tapar.“
„Já, ef ég aðeins gæti tapað,
mundi ég fremur geta hætt því,“
sagði Villi. „En þó að ég veðjaði við
sjálfan skólastjórann, er ég viss um,
að ég mundi vinna."
„Ætli Jrað,“ sagði skólastjórinn.
„Já,“ sagði Villi djarflega. „Ég
vil til dæmis veðja krónu um það,
að skólastjórinn hefur útsaumuð
axlabönd.“
„Ú'tkljáð," sagði skólastjórinn
brosandi, fór úr jakkanum og
hneppti vestinu frá sér, svo að Villi
gæti séð axlaböndin.
„Sérðu, að þau eru ékki útsaum-
uð. Þú hefur tapað.“
„Já,“ sagði Villi dauflega. „Þetta
var dýrt spaug. Gjörið svo vel hr.
skólastjóri, þér unnuð.“
Hann tók krónupeninginn upp
úr vasa sínum og lagði hann á skrif-
borðið. Skólastjórinn tók hann og
sendi Villa burt með nokkrum
á m i n n i ngaro r ðu m.
Skömmu síðar gekk skólastjórinn
inn í kennaraherbergið, þar sem
Andersen kennari sat.
„Nú held ég, að ég hafi vanið
Villa al' að veðja,“ sagði skólastjór-
inn drýgindalega og skýrði frá, hvað
gerzt hafði. „Að minnsta kosti tap-
aði hann þó að þessu sinni. Og ég
vona, að hann hafi eitthvað lært af
því.“
Andersen kennari varð kímileit-
ur.
„Það held ég varla,“ sagði hann
rólega. „Nú skal ég segja skólastjór-
anum nokkuð. Áður en Villi fór
inn á skrifstofuna, fékk hann mig
til að veðja við sig um Jrað, að hann
gæti fengið skólastjórann til að fara
úr jakkanum. Og við veðjuðum
tveimur krónum.“
(E. S. þýddi).
V O R I Ð
Timarit fyrir börn og ungliriga
Koma út 5 hefti á ári, minnst 32
síður livert hefti. Árgangurinn kostar
kr. 6.00 og greiðist fyrir 1. maí.
Utgefendur og ritstjórar:
Hannes J. Magnússon, Páls Briems-
götu 20, Akureyri, og
Eiríkur Sigurðsson, Hrafnagilsstræti
12, Akureyri.
Prentverk Odds Björnssonar.