Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 4

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 4
42 V O R I Ð tækur og umkomulaus drengur getur með ósérhlífni og þrautseigju sigrazt á öllum erfiðleikum og orðið að miklum manni. Abraham Lincoln var fæddur í Kentucky-ríki 12. febrúar 1809. Faðir hans hét Tómas Lincoln og var fátækur bóndi, góðlyndur og vandaður maður, en livorki læs né skrifandi. Móðir hans hét Nancy Hanks, gáfuð kona, þýð og hæglát. Auk Abrahams áttu þau hjónin eina dóttur, sem liét Sara, og var tveim árum eldri en liann. Þegar Abraham var 7 ára gamall, fluttu foreldrar hans sig búferlum í nýlendu, sem seinna varð Indiana- ríki, og kornu þar að algjörlega óræktuðu landi. iÞau komu sér þar upp litlu bjálka-húsi. Ekki höfðu þau gler til að láta í glugga, og moldargólf var í húsinu. F.kki voru húsgögnin heldur ríkmannleg, — borð og stólar úr óhefluðum viði, og í rúmfletinu þurr lauf í stað undirsængur. Móðir Abrahams átti ekki nema eina bók, biblíuna, og úr henni kenndi hún börnum sínum á hverj- um degi. Abraham hafði ekki gengið í skóla nema tvo eða þrjá rnánuði, og lært þar að lesa. Hann var vel gefinn og minnisgóður, og lærði mikið af biblíunni utanbók- ar; og þau áhrif hafði móðir hans á liann, að seinna, þegar hann var orðinn æðsti maður þjóðar sinnar og réð yfir 30 milljónum manna, komst hann svo að orði: „Það, sem ég er eða verð nokkurn tíma, á ég allt að þakka blessaðri móður minni." Lífsþægindi voru lítil, en erfið- leikar miklir, og þegar Abrahanr var 10 ára gamall, dó móðir hans úr tæringu, og þeir feðgar smíðuðu utan um liana einfalda kistu og jörðuðu hana í trjálundi nálægt húsinu. Abraham tók sér móður- missinn mjög nærri, og dag el'tir dag mátti sjá hann sitja grátandi á leiði hennar. Níu mánuðum eftir andlát hennar skrifaði hann bréf presti, sem liann liafði kynnzt í Kentucky, og bað hann um að koma og halda líkræðu yfir móður sinni og kasta rekum á leiði henn- ar. Presturinn þurfti að ferðast yfir 100 enskar mílur á hestbaki, til þess að komast þangað, og þegar hann kom, söfnuðust nágrannarnir sant- an til þess að vera við þessa ein- földu en hátíðlegu útfararathöfn. Ab.raham var sólginn í að lesa og læra. Hann fékk lánaða „För píla- grímsins" og las hana hvað eftir annað, þangað til hann kunni langa kafla úr henni utanbókar. Næst fékk hann lánaðar aðrar tvær bækur, „Dæmisögur Fsóps" og „Ro- binson Crusoe", og hafði mesta yndi af að lesa þær. Nokkru seinna kvongáðist Tómas Lincoln aftur, ekkju, sem hafði ver- ið vinkona fyrri konu hans, og hún hafði með sér í búið nokkuð af góð-

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.