Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 24

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 24
62 V O R I Ð ÁLFUR (hefur misst alla stjórn á sér): Ræfill! Fúlmenni! Farið út úr mínu húsi! Ég vil ekki þurfa að sjá yður framar. (Bendir á dyrnar.) KLEMENS (stendur upp): Hvað er að, kæri vinur. . . .? ÁLFUR: Vinur? (Reiðir hnefann.) Á ég að lána yður einn lítinn? Svona, út! KLEMENS (gengur til dyra) Hvað hefur eiginlega komið fyrir? ÁLFUR: Ekki annað en það, að ég er búinn að sjá, hvaða mann þér hafið að geyma. Út með yður! KLEMENS (út). ÁLFUR (gengur um gólf, nýr sam- an höndunum): Ó, mig auman! Er þetta þá árangurinn af minni dásamlegu uppgötvun? Enn hef ég ekkert fengið annað en skammir og svívirðingar. Og þetta kalla menn sannleik- (Sezt, í stólinn. Svipur hans breytist. í sama bili kemur frúin inn ásamt Ellu og Júlíu.) FRIJIN: Er prófessorinn farinn? ÁLFUR(með torkennilegri röddu): Farinn? Já, ég henti honum út, falshundinum þeim arna. Hann kemur hingað bara til að njósna. . . . og stela liugmyndum mínum. (Allir horfa steinhissa á Álf.) JÚLÍA: Hvað er að þér, pabbi? FRÚIN: Hann er þreyttur. Komdu nú fram að borða, góði niinn. Við ætlum að hafa sætsúpu og kjötsnúða til miðdegisverðar. ÁLFUR: Sætsúpu, svei! Hún er barnamatur! Hvers vegna fær maður aldrei brauðsúpu og nautasteik. Það eru naumast veit- ingarnar, sem manni eru boðnar á þessu heimili. Hérna rná maður þræla baki brotnu daginn út og daginn inn, og hvað ber maður úr býtum? Ha? FRÚIN (grætur): Við erum nú bú- in að ltúa saman í 27 ár, en svona hefurðu aldrei verið við mig fyrr. ÁLFUR: Æ, þegiðu, kerling. Heldurðu, að ég hafi einhverja ánægju af að sjá þig grenjandi hér fyrir framan mig. Þér væri skammar nær að reyna að vera svolítið skemmtileg. (Horfir á liana.) Það gerði ekkert til, þótt þú greiddir á þér hárstrýið, þú lítur út eins og flókatryppi. Svei mér, ef mér stendur ekki stuggur af þér. FRÚIN (grætur hástöfum). JÚLIA: Pabbi, hvernig geturðu fengið þetta af þér? ELLA: Ætli prófessorinn hafi misst vitið? ÁLFUR: Steinþegið, allar! Haldið þið, að ég sætti mig við konuríki? Nei, og ég skal sýna ykkur, liver það er, senr ræður. (Skellir lófun- um á stólbríkurnar og stendur upp. Svipur hans breytist og hann gengur ástúðlegur til konu

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.