Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 14

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 14
52 V O R I Ð liann kæmi auga á einhvern, sem þyrfti hjálpar hans með. Allt í einu beindist athygli hans að litlum drenghnokka þarna niðri. Hann hlaut að eiga eitthvað bágt. Hann var svo magur og tötralegur. nú gekk hann inn í matvörubúð, ekki þó til að kaupa, því að hann átti enga peninga, heldur af því, að hann vissi, að þarna var matur. Pét- ur fylgdi honum eftir. í búðinni var mikið að gera. Fólk var að koma og fara og keypti alls konar vörur, girnilegar og góð- ar. Litli drengurinn var hungraður, en hann gat ekkert keypt. Allt í einu sá hann eplakassa rétt hjá sér. Hann gat náð í epli án þess að nokkur tæki eftir því. Hann færði sig hægt að kassanum, en Pét- ur litli var þá á augabragði kominn að hlið hans, og þegar drengurinn gerði sig líklegan til að seilast eftir epli og stinga því í vasa sinn, reyndi Pétur að hvísla að honum: „Nei, gerðu þetta ekki! — Gerðu þetta ekki! — Þetta er ljótt!“ Það var eins og drengurinn heyrði þessa aðvör- un. Hann kippti að sér hendinni og stakk henni í tóman buxnavasann. Nú var Pétur allt í einu kominn að hlið eins búðarþjónsins og hvísl- aði í eyra hans: „Gefðu fátæka drengnum eittlivað að borða. — Gefðu honum eitthvað að borða!“ Rétt í þessum svifum sneri búð- arþjónninn sér við og sá litla dreng- inn, sem mændi inn fyrir búðar- borðið. Hann fann allt í einu til innilegrar samúðar með þessu ves- alings barni, og þó að margir biðu eftir afgreiðslu, gaf hann sér Jró tíma til að rétta drengnunr tvær kexkökur og eitt epli. Og þakklæt- ið, sem skein úr augum hans, var honum meira virði í þetta sinn en allir peningarnir, sem streymdu inn fyrir búðarborðið. Litli engillinn livarf brosandi út úr búðinni. Mikil umferð var á götunni, og Pétur fór allt í einu að hugsa um, hve litlu börnin væru í mikilli hættu fyrir umferðinni. Hann minntist þess, að hann hafði sjálfur dáið í umferðaslysi. Hvernig átti hann að hjálpa öllum börnunum, sem þarna voru í hættu. Hann hafði ekki tíma til að hugsa lengi um þetta, því að r<jtt í þessunr svif- um sá liann litla stúlku hlaupa út á miðja götuna í veg fyrir stóra bif- reið, sem kom á fleygiferð. Pétur var á svipstundu kominn að hlið ökumannsins, sem bifreiðinni stýrði og hvíslaði ákaft í eyra hans aftur og aftur: „Varlega! — Var- lega! — Aktu varlega!" í sama bili kom bifreiðastjórinn auga á litlu stúlkuna og gat á síð- asta andartaki stöðvað bifreiðina. Pétur litli haf'ði bjargað einu mannslífi. Hann ætlaði nú að heim- sækja systkinin aftur, en þegar hann kom til þeirra, hafði einhver

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.