Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 16

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 16
54 V O R I Ð Það var komið kvöld, það var alkaf versti tíminn fyrir litlu svst- kinin. Þá söknuðu þau mömmu sinnar mest. Enginn nema iuin kunni að breiða frið og ró yfir heimilið, svo að allir sofnuðu glað- ir. Enginn nema hún vissi, livers litlu drengirnir þurftu með. Og nú viidu þeir ekki hátta og voru í vondu skapi. Ókunna konan kunni engin tök á þeim, og þeir hlýddu systur sinni ekki lieldur. Pétur litli sá, að hér var úr vöndu að ráða, honum datt alltaf eitthvað snjallræði í hug. Hann laut nú að litlu drengjunum og hvíslaði í eyru þeirra: „Mamma vill, að þið séuð góðir drengir. Mamma verður hrygg, ef þið verðið ekki góðir og þægir drengir.“ Enginn veit, hvort litlu drengirn- ir hafa heyrt til Péturs. En allt í einu fóru þeir báðir að hátta og skriðu svo þegjandi upp í rúmið sitt. En Pétur var ekki ánægður. Hann gekk nú til ókunnu konunn- ar og hvíslaði einnig að henni. Eng- inn veit heldur, hverju hann hvísl- aði í eyra hennar, en það var eins og henni dytti allt í einu í eitthvað nýtt í hug. Hún settist við rúm drengjanna, strauk þeim um 1 itlix kollana og fór að raula gamlar vögguvísur. Friður og ró færðist yf- ir þá. Þeir lögðu handleggina hvor um annars háls og sögðu lágt: „iÞetta er alveg eins og þegar mamma var hjá okkur." Eftir litla stund voru þeir báðir sofnaðir. Nú brosti Pétur. Hann var líka ánægður. Hann Iiafði lokið góðu dagsverki. Ekkert starf var eins ánægjulegt og að hjálpa öðrum. Honum fannst Drottinn brosa til sín frá himninum, og þegar hann sveif fagnandi út í kvöldroðann, bað hann Drottin ujn styrk til að hjálpa öllum börnum jarðarinnar, einkum þeim, sem eru í hættu stödd og eiga eitthvað bágt. Og enn þann dag í dag er Pétur, litli vernd- arengillinn, sem hélt í fyrstu, að það væri svo leiðinlegt að vera í himnaríki, á stöðugu ferðalagi um jörðina. Þið skuluð hlusta vel, ef hann skyldi þurfa að hvísla ein- hverju að ykkur. H. J. M. Einhverju sinni sátu tveir bændur við eldstóna og kepptu hvor viS annan um að segja ótrúlegar sögur. „Ég átti einu sinni frænda,“ sagði annar bóndinn. „Hann var svo fljótur að hlaupa, að hann átti engan sinn líka. Hann lék sér að því að láta menn skjóta á sig úr byssu, og þegar hann fann gustinn af byssukúlunni, tók hann á sprett og hljóp um það bil eina mílu, en þá gat kúlan ekki fylgt hon- um lengra. — Ja-há.“ „Þetta kalla ég nú ekki mikið,“ sagði hinn bóndinn. „Þú hefðir átt að sjá til hennar frænku minnar. Hún gat slökkt kertaljós, en á meðan klætt sig úr föt- unum, en svo fljót var hún að því, að þegar hún fór úr síðustu spjörinni, sást enn bjarmi af kertaljósinu. — Geri aðrir betur.“

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.