Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 19

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 19
VORIÐ 57 ■ Sannleik PERSÓNUR: ÁLFUR, prófessor, KLEMENS. pró- fessor, KONA hans, JÚLÍA, dóttir þeirra, ELLA, vinnukona hjá Álfi. Vinnustofa Álfs. Framarlega til vinstri er armstóll með ýmiss konar vélrænum útbúnaði, m. a. liggja rafmagnsleiðslur í bríkur hans og fætur. KLEMENS: Það liggur vel á yður í dag, kæri vinur. ALFUR (nýr saman höndunum): Já, og ekki að ástæðulausu. Loks- ins hef ég lokið við uppgötvun mína. (Klappar á stólbakið.) Hérna er sannleiksstóllinn, liið dásamlegasta afreksverk mitt, sem mun gera nafn mitt ódauð- legt. Hann er sannkallað furðu- verk, skal ég segja yður. í heilt ár hef ég unnið að honurn hvíldar- laust nótt sem nýtan dag. Og nú stendur hann þarna í allri sinni dýrð. KLEMENS: Og hvað er svona dá- samlegt við stólinn þann arna? ÁLFUR (hátíðlega): Hver, sem sezt á þennan stól, (klappar honum aftur) verður að segja satt. Hann getur alls ekki komizt hjá því að segja sannleikann! Ég vona, að þér gerið yður ljóst, hvílíkri reg- inbyltingu hann getur valdið? sstóllinn Hann ljóstrar upp okkar leynd- ustu hugrenningum. Hann neyð- ir menn til að segja hið rétta álit sitt á sér og öðrum. Engar vífi- lengjur, herra minn, .... bara sannleikann. Er það ekki dásam- legt? KLEMENS: Jú, þetta er stórkost- legt, kæri Álfur. Edison og Marconi — já, þeirra verk er blátt áfram hégómi hjá þessu. ÁLFUR: Ég skal segja yður, að ég geri mér miklar vonir með þenn- an stól.... Eftir andartak ætla ég að vígja hann. ... og þér, kæri Klemens, eigið að vera við- staddur þá hátíðlegu athöfn. Hugsið yður bara: Við fáum að heyra, hvaða álit beztu vinir okk- ar liafa á okkur. Það er áreiðan- lega skemmtun, sem borgar sig. Al.lt það lof — öll hin vingjarn- legu orð, sem ástvinir okkar koma sér að jafnaði ekki til að segja, þeirn verður nú beinlínis ausið yfir okkar, jafnskjótt og þeir eru seztir í sannleiksstólinn. Nú ætla ég að kalla á þá, og þá skulum við, gömlu vinirnir, njóta ávaxtanna af hugviti mínu og striti. KLEMENS: Já, þetta verður dýr- leg stund. En heyrið mig, Ált'ur. Áður en við byrjum, langar mig

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.