Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 37

Vorið - 01.06.1959, Blaðsíða 37
V O R I Ð 75 Úr heimi barnanna Hvers vegna ber ungu fólki að varast áfengi og tóbak? Fyrir skömmu efndi Áfengis- varnanefnd Akureyrar til ritgerða- samkeppni í öllum 12 ára deildum barnaskólanna á Akureyri og veitti ein verðlaun fyrir beztu ritgerð í hverri bekkjardeild. Ritgerðarefn- ið var þetta: Hvers vegna ber ungu fólki að varast áfengi og tóbak? Hér birtist ein ritgerðin, sem fékk verðlaun. * Sextán ára piltur stendur fyrir utan danshús. Inni heyrir hann dansmúsíkina dynja, og hlátrasköll félaga lians gera honum mjög grarnt í geði, því að hann veit um hlátursefni þeirra. Þeir eru að gera gys að því, að hann vill ekki taka þátt í áfengisneyzlu þeirra né held- ur reykingum. Hinn ungi piltur hugsar sem svo: Þeir skula ekki geta kallað mig rolu, ég skal sýna þeim, að ég get. drukkið vín og reykt vindlinga eins og þeir. Svo fór hann inn í sal- inn, keypti sér vindlinga og eld- spýtur í leiðinni og kveikti í vindl- inginum. Þegar liann kom inn til félaga sinna urðu þeir sem steini lostnir af undrun yfir jrví að sjá nú roluna, sem þeir kölluðu áðan, vera farna að reykja vindlinga. Ekki minnkaði undrun þeirra við það, að hann bað einn félaga sinn um vín. Svo gekk Iiann í félagsskap þeirra og gerðist mjiig svallfenginn. Svona gekk Jrað í nokkur ár. Dreng- urinn gerðist enn drykkfelldari og reykti eins og strompnr. Móðir hans var fátæk jrvottakona, og liann Iiafði ekki gert hina minnstu til- raun til að ná sér í vinnu.því að hann.var búinn með sitt skyldu- nám.En Jress í stað sökk hann dýpra og dýpra í sollinn. Áður hafði hann verið efnilegur íþróttamaður, en nú, þegar hann konrst út á knatt- spyrnuvöllinn, gat hann ekkert á móti hinurn, sent voru búnir að æfa sig af kappi og voru nú eins og fílar í samanbnrði við mús. Nú fór hann loksins að ranka við sér, nú þegar allt var orðið of seint. Þegar hann, sem hafði verið mikill skörungur um allar íþróttir, var nú orðinn langt aftur úr, bæði í and- legum og líkamlegum jrroska. Nú varð hann að taka sig á. Móðir hans var orðin öldruð kona, en varð samt ennþá að vinna fyrir heimil- inu, sem var nú réyndar ekki stórt, bara þau tvö.. Faðir drengsins hafði farizt í sjóslysi, þegar hann var pínu lítill. Móðir lians lrefur því orðið

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.