Vorið - 01.12.1965, Síða 10

Vorið - 01.12.1965, Síða 10
um mein. Hún þekkti ekki heiminn nógu vel. Næsta morgun, þegar komið1 var út í garðinn, var ,hreiðrið tómt og ekkert sást til unganna. Heiða var að vona, að þeir hefðu lagt af stað út í hinn stóra heim, en þegar mamma hennar fór að gá betur umhverfis tréð, fann hún þar örlitlar fjaðrir, tvö pínulítil nef og einn lítinn fót. Þetta sagði sína sögu. Heiða var óhuggandi. Hvernig gat hún kisa hennar, þetta elskulega og blíðlynda dýr, unnið annað eins ódæði? Þetta voru einhver fyrstu alvarlegu von- brigði hennar í lífinu. Hún áleit þetta vonzku eina, en skildi það ekki, að þetta er náttúra kaltar.ins að drepa skepnur sér til matar, þó að hann þurfi þess ekki. Þetta liggur í blóði hans. Heiða var mjög hugsi þennan dag, en undir kvöldið hafði hún tekið á- kvörðun. Hún sagði mömmu sinni ekki einu sinni frá henni. Hún tekur kisu sína í íangið og fer með hana heim til Svövu litlu Svavars. Hún drepur á dyr og Svava kemur til dyra. Hún heilsar Svövu hlýlega, en segir svo: „Ég er komin með Bringu litlu, sem þú gafst mér. Ég vil ekki eiga hana lengur, af því að hún drap alla þrastar- ungana mína í nótt. Ég þakka þér samt fyrir að þú gafst mér hana. Vertu sæl.“ Og um leið fékk hún Svövu köttinn, sem einu sinni var lítill, saklaus og skemmtilegur kettlingur, en hafði nú valdið sárri sorg í hjarta lítillar og sak- lausrar stúlku, sem ekki var enn farin að skilja heiminn. H. J. M. PRINSINN HEFUR BJARGAÐ PRINSESSUNNI og nú ríða þau burt fró höll tröllsins, þar sem hún var fangi. En ekki er öll hætta úti enn. Tröllið hefur sent nokkra af rnönnum sinum á eftir þeim — við skulum vona að prinsinn og prinsessan komist undan. Geturðu séð hve margir óvinirnir eru, sem veita þeim eftirför? Reyndu að telja þó! 152 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.