Vorið - 01.12.1965, Qupperneq 11
LITLA JÓLAKERTIÐ
EFTIR JOHS. KRISTIANSEN
Það er farið að halla deg.i á aðfanga-
dag. Grá og þung ský hanga á himnin-
um.
Á hlaðinu á vestjózkum bóndabæ
stendur langur, renglulegur drengur hjá
húshónda sínum.
„Frændi,“ segir hann, „nú hef ég
lokið verkunum í fjósinu. Má ég þá
fara í gönguferð?“
Maðurinn lítur rannsakandi á hann.
Það dregst ofurlítið, að hann svari.
„Fara í gönguferð,“ segir hann svo.
„Það er stutt til kvölds. Hvert ætlar þú
að fara?“
Drengurinn lílur alvarlega á hann.
„Aðeins dálítinn spöl út á heiðina —
svo sem eina stund.“
Hann talar í bænarrómi. Það mynd-
ast liarðir drættir í andlili mannsins.
En liann lítur undan, þegar bænaraugu
drengsins stara á hann.
„Jóhann, hlakkar þú ekkert til jól-
anna hér með okkur?“
„Jú, jú,“ svarar drengurinn fljótt.
„Erum við ekki nógu góð við þig?“
„Jú, frændi.“ Jóhann lítur niður fyr-
ir sig.
„Við höfum þó tekið þig að okkur,
þegar þú áttir ekkert athvarf.“
Þegar drengurinn svarar engu, bæt-
ir maðurinn við: „Jóhann, ef þú heldur
áfram að syrgja móður þína, þá — þá
verður þú undarlegur. Þú verður að
reyna að sigrast á því.“
„Já, frændi,“ svaraði drengurinn. —
„En — en má ég ekki ganga burt svo-
litla stund?“
Þá snýr maðurinn sér skyndilega frá
honum.
„Auðvitað máttu það,“ segir hann
um leið og hann fer. „Neitum v.ið þér
um nokkuð?“
Og drengurinn fer.-----
En hér byrjar ekki sagan. Hún byrj-
ar mörgum mánuðum áður, dag nokk-
urn í lok marz, reglulegan vordag með
fuglasöng yfir ökrunum, þegar bænd-
urnir utan við eitt af austjózku þorp-
unum voru önnum kafnir við að sá
korni.
Hávaðinn í börnunum lieyrðist frá
leiksvæði skólans, þegar Friðriksen
kennari kom út og kallaði ó Jóhann.
„Drengur minn, komdu og fylgdu
mér,“ sagði hann.
Jóhann tók eftir einhverju óvenjulegu
í rödd kennarans, og þegar þeir gengu
af leikvanginum og Friðriksen lagði
höndina á herðar honum, óttaðist hann,
að eitthvað væri alvarlegt á seyði.
í garðinum stóð Lovísa — nábúa-
VORIÐ 153