Vorið - 01.12.1965, Qupperneq 14

Vorið - 01.12.1965, Qupperneq 14
bróðirinn leitar eftir orðunum. „Ég verð að játa, að ég þekkti ekki svo mikið til hennar þessi síðustu ár.“ Móðurbróðirinn kveikir í vindlinum. „Nei,“ svaraði Lovísa, og það harðn- ar hljómurinn í rödd hennar. „Ekki í mörg hin síöari ár.“ Móðurbróðir.inn situr kyrr ofurlitla stund. Svo segir hann: „Það var svo langt hingað.“ „Já,“ segir Lovísa og snýr sér að honum, „líklega alltof langt.“ Móðurbróðirinn flytur sig órólegur á bekknum. Hann fer að tala um hús systurinnar. „Við þurfum að reyna að selja það,“ sagði hann. „Hátt verð fæst auðvitað ekki fyrir það. En eitthvað munar um það til að leggja í sparisjóðsbók hans hér.“ Hann leggur hendina á herðar Jó- hanns. Þegar Jóhann yfirgaf bernskustöðvar sínar og fór burt með frænda sínum og konu hans, fannst honum það líkast því að hafa sagt skilið við sitt eigið líf. Nú átti hann aðeins að vera til, en ekki lifa. Hann sat við gluggann á lestinni og horfði á landslagið sveipað vordýrð- inni. Hann vildi helzt ekki tala. Frændi hans var að spjalla við ein- hvern annan ferðamann og v,ið og við hlógu þeir hátt. Konan sat beint á móti Jóhanni, og hann varð var við, að hún horfði við og við rannsakandi á hann. „Hefuröu ekki feröast með lestinni áður?“spurði hún. „Jú.“ „Hvenær þá?“ „Þegar skólinn hefur farið eitthvað í skemmtiferðir.“ „Já, auðvitað. Annars liefurðu ekk- ert far.ið? Þú og mamma þín hafa ekki ferÖast neitt?“ „Jú, á liverju sumri.“ Jóhann hafði kökk í hálsinum. Hann vildi vera laus við þessa yfirheyrslu. „Jæja, hvert fóruð þið?“ „Til Árósa — og Kaupmannahafnar.“ Nú fór frændinn að hlusta. „Jæja,“ sagði hann, „gaf saumaskap- urinn svo miklar tekjur?“ „Já“ „Gerði mamma þín nokkuð annað en að sauma?“ „Já.“ Jóhanni lá við gráti. „Jæja, hvað þá?“ „Ymislegt. Hún hjálpaði til á heim- ilum.“ „En þá hefur hún ekki getaö saumað.“ „Jú — á kvöldin — og á nóttunni.“ Jóhann sneri sér undan. Hann þoldi ekki meira. Þessi fáu orð um hið týnda ævintýraland bernskunnar, sem vonlaust var að endurheimta aftur, knúði hann til að beygja höfuðið niður að hand- legg sér. Sorgin færir mönnum vizku. Sorgin gerir barnið fullorð.iS. Eftir nokkra mánuði á bæ frænda síns, var Jóhann ekki neitt barn lengur, þótt hann væri aðeins þrettán ára. Hann tók þátt í daglegum verkum með börn- um frænda síns. En hann lifði í sínum eigin heimi. Hann kvartaði ekki, en lók hverjum degi möglunarlaust. Það hafði verið erf.itt að vera rifinn 156 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.