Vorið - 01.12.1965, Page 16
hjá, þegar liann sat þar inni. Hún nam
staðar við innganginn.
„Þetta er ágætt hús, sem þú átt hér,“
sagði hún. „Ég sá þegar þú varzt að
byggja það. Ég get næstum séð það að
heiman.“
Jóhann vissi ekki hverju hann átti að
svara. Þá brosti Kristín aftur eins og
hún hafði gert í skólanum. Hún fálm-
aoi svolítið við tölurnar á kápunni sinni,
og svo sagði hún alvörugefin: „En ég
segi engum frá því.“
Svo fór hún. Jóhann stóð og horfði
á eftir henni, þar til hún hvarf milli
heiðaásanna. Hann fann einhvern yl í
hugskoti sínu. Það var eins og hann
ætlaði að fara að gráta. Hún ætlaði
engum að segja það. Hún skildi að kof-
inn var helgidómur hans, heimili fyrir
hans einmanalegu hugsanir.
Honum fannst að myndazt hefði
milLi þeirra eitthvert trúnaðarsamband.
Og það var þægilegt.
Rökkur gráa desemberdagsins leggst
snemma yfir þögla heiðina, þegar Jó-
hann, eftir að hafa fengið leyfi frænda
síns, gengur yfir eyðilega lyngmóana.
Himinninn er alskýjaður, en veðrið
er kyrrt. Hann verður að flýta sér, því
að hann hefur tæpan tíma. En þegar
hann er kominn inn á milli lyngásanna
nemur hann allt í einu staðar og hlustar.
Ekkert heyrist.
Nú er aðfangadagskvöld.
Það fer skerandi sársauki gegnum
liuga hans. Minningarnar um aðfanga-
dagskvöldin með mömmu sinni steypast
yfir hann og skilja eftir þrá og einmana-
Ieika, svo að dregur úr honum mátt.
Honum finnst, að hann rnuni engin jól
eignast framar, og bezt væri, að þau
væru liðin, því að hátíðir eru verstar.
Hann heldur áfram með sálmabók
mömmu í hendinni. Hann hefur kertis-
stubb í vasanum. Við birtuna af því vill
hann lesa jólasálm mömmu sinnar, þeg-
ar hann kemur í kofann sinn.
Frá vissum stað milli ásanna getur
hann séð býlið út við mýrina, og hann
sér Ijósið frá þessu einmanalega heimili.
Þar á Kristín heima.
Enn sér hann hana fyrir sér með ofur-
lítið kyrrlátt bros, og frá því stafar ein-
hver ylur, sem breiðist um huga hans,
og honum finnst, að hann mundi betur
njóta jólanna hér í mosaþöktum kofan-
um en heima i hinum stóra bæ frænda
síns.
Svo gengur hann síðasta spölinn heim
að kofanum. Hann beygir sig og smeygir
sér inn um dyrnar, sezt á bekkinn og
lítur út í rökkur kvöldsins.
Þá sér hann í rökkrinu, að það er eitt-
hvað á „borðinu“ hans. Hann horfir á
það. Hvað er þetta. Grenigreinar og lítið
jólakerti. Hvaðan? Hann er alveg þög-
ull. Sundurlausar hugsanir fara í gegn-
um höfuð hans: Guð — hinn góði guð
— mamma.
En allt í einu rennur ljós upp fyrir
honum: Kristín! Það er Kristín, sem
hefur prýtt kofann hans! Gleðibylgja,
sem hann hefur ekki þekkt í langan
tíma, fyllir huga hans. Þetta hefur svo
mikil áhrif á hann, að hann verður að
gráta — gráta.
Svo situr hann kyrr — hann veit ekki
hvað lengi. Hann verður rólegur og
gleðin er áfram í huga hans.
158 VORIÐ