Vorið - 01.12.1965, Page 19

Vorið - 01.12.1965, Page 19
ISLENZKIR LEIKIR ÚR „ÍSLENZKAR SKEMMTANIR" EFTIR ÓLAF DAVÍÐSSON Útilegumannaleikur. Fyrst er mörkuð mannabyggð og svo stöðvar útilegumanna. Mannabyggðin er venjulega einhver tóft eða eitthvert útihús, eða þá bæjar- dyr. Leikmenn geta verið svo margir sem vera skal, en varla eru þeir færri en þrír. Einn er valinn útilegumaSur og verður sá oftast fyrir kjörinu, sem sterkastur er. Hann felur sig og mega hinir ekki horfa á á meðan. Þegar útilegumaður er korninn í felurnar fara byggðarmenn til fjárleita, en fara þó varlega, því að þeir vita að útilegumaður er á næstu grösum. Þegar einhver af byggðarmönnum verður var við útilegumanninn, hrópar hann: „Utilegumaður fundinn,“ og forðar sér því næst til byggða, svo fljótt sem auðið er. Hinir byggðarmennirnir hlaupa líka til byggða, eins og fætur toga, jafnskjótt og þeir hafa fengið vitneskju um útilegtimanninn. Hann kostar aftur kapps um að ná sem flestum byggðar- mönnum á sitt vald. Þegar hann er orðinn þess áskynja, að allir byggðarmenn eru farnir að heiman, þá reynir hann til að komast í dyr þeirra og hefur árás sína þaðan, þegar hinir drífa að. Fer þá varla hjá því, að hann nái einhverjum. Þeir sem hann nær, eru skyld- ir að ganga í lið með honum. Ef útilegumaður nær ekki öllum í fyrsta skipti, þá felur hann sig aftur og félagar hans. Sér útilegumaður þá um, að þeir feli sig ekki allir saman, heldur á við og dreif og skipar liði sínu yfir höfuð að lala svo haganlega sem auðið er. Svona gengur þangað til útilegumaður hefur náð ölhim byggðarmönnum á sitt vald og er þá leiknmn lokið. Þess má geta að ef byggðar- menn sjá, að þeir geta ekki komizt til byggðar sinnar, áður en útilegumenn liafa náð þar fót- festu, þá mega þeir velja sér vígi, þar sem þeir vilja og verjast þaðan. Enginn kemst á vald útilegumanna, nema þeir nái svo föstu taka á honuni, að hann geti ekki slitið sig af þeim. Það verður líka að taka það fram, að ef útilegumanni tekst að komast í dyr byggðar- manna, þá er hann skyldur að gera félögum sínum vart við. Risaleikur. Einn leikmanna er risi, annar kóngur. Hinir eru menn kóngs. Risinn tekur sér stöðu all- langt frá kóngi og mönnum hans. Kóngur sendir einn af mönnum sínum með bréf til risa. Risinn krýpur á annað hnéð, þegar bréf- berinn kemur til hans, og vill hann eflaust votta lotningu sína við kóng með því. Sendi- maður kastar kveðju á risann, tekur í sleiki- fingur á honum, stígur öðrum fæti á tá lion- um og segir: „Kóngur sendir risa bréf og segist skuli láta hengja hann, ef hann heyi nokkurn ófrið í landinu." Að svo mæltu bíður sendimaður ekki boðanna og tekur á rás til kóngs sem mest liann má, en risinn hleypur á eftir kóngsmanni og reynir til að ná honum, áður en hann kemst yfir mark það, sem greinir lönd þeirra kóngs, því að yfir það má hann ekki fara. Þá er liann brenndur. Ef sendi- maður sleppur úr greipum risans, sendir kóng- ur annan og fer allt á sömu leið sem fyrr. Ef risinn nær kóngsmanni, er bann skyldur að ná með honum, það, sem eftir er leiksins. Kóngsmenn þeir, sem risi liefur náð, mega ekki heldur fara inn fyrir landamerki kóngs, eftir að þeir hafa gengið á vald risanum. Þeg- ar risinn hefur náð öllum kóngsmönnunum, fer kóngur sjálfur af stað og glímir við ris- ann. Glímuna láta menn risa hlutlausa. Sá þeirra verður kóngur næst, sem ber hærra hlut. VORIÐ 161

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.